Fótbolti

Christian Erik­sen æfir á ný hjá fé­lagi lands­liðs­mannsins Arons Elísar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen í leiknum afdrifaríka á móti Finnum á EM.
Christian Eriksen í leiknum afdrifaríka á móti Finnum á EM. Getty/Lars Ronbog

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen er byrjaður aftur að æfa á ný eftir að hafa fengið að mæta á æfingasvæðið hjá uppeldisfélaginu hans Odense Boldklub.

Michael Hemmingsen, íþróttastjóri danska félagsins, staðfesti við Berlingske Tidende, að Eriksen sé að mæta á æfingasvæði félagsins í Óðinsvéum.

Christian Eriksen fékk hjartastopp í miðjum leik Dana á EM síðasta sumar en var lífgaður við á vellinum og var með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahúsið.

Eriksen hefur greinilega ekki gefið upp vonina um að spila aftur fótbolta. Eriksen er leikmaður Internazionale en fékk ekki leyfi til að spila í Seríu A á þessu tímabili vegna veikinda sinn í sumar.

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Elís Þrándarson spilar með OB. Eriksen lék með félaginu frá 2005 til 2008 en fór þaðan til Ajax í Hollandi.

„Við erum mjög ánægð með að Christian Eriksen sé að halda sér í formi á okkar völlum,“ sagði Michael Hemmingsen við B.T.

„Við höfum haldið sambandi við Christian síðan að hann fór frá okkur og þess vegna vorum við mjög ánægð þegar hann bað um að fá að æfa hér Ådalen,“ sagði Michael.

Samkvæmt fréttinni þá æfir Eriksen ekki með liðinu heldur einn með einkaþjálfara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.