Aukin neysla mikið áhyggjuefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2021 12:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni hversu mikið áfengis- og fíkniefnaneysla hefur aukist hér á landi. Áfengisneysla hefur aukist um níu prósent á mann á tíu ára tímabili og notkun á ópíóðum hefur aldrei verið meiri. Áfengisneysla á Íslandi var um 2.207 þúsund alkahóllítrar árið 2020 samanborið við rúmlega 1.708 þúsund lítra árið 2010. Í tölum sem Hagstofan birti í mrogun segir að heildarneysla á íbúa 15 ára og eldri hafi verið 7,41 lítri árið 2020 samanborið við 6,79 lítra árið 2010, en hún náði hámarki árið 2017 þegar hún var 7,75 lítrar. Frá árinu 2010 til 2020 hefur áfengisneysla aukist um 9,1 prósent á hvern einstakling. „Það er auðvitað áhyggjuefni en um leið mikilvægt að við höfum öflugar meðferðarstofnanir til að styðja við fólk í þessum sjúkdómi,” segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þá var greint frá því í gær að notkun á ópíóðum hafi aukist gríðarlega, en í ár hafa 250 manns farið í meðferð við slíkri fíkn hjá Sjúkrahúsinu á Vogi. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagðist hafa áhyggjur af því að sjúkrahúsið færi að sligast undan álagi enda hafi fjárframlög ekkert aukist þrátt fyrir stigvaxandi aðsókn. Sala á Jólaálfi SÁÁ hófst í gær en hún sagði það mikla búbót fyrir sjúkrahúsið, þó vissulega sé það áhyggjuefni að sjúkrahúsið þurfi að treysta svo mikið á þá sölu. „Tekjuöflun hefur verið hluti af starfi SÁÁ og svo auðvitað eru þau með samning um þá mikilvægu þjónustu sem þau veita. Þetta er vel til fundið að vera með Jólaálfinn á aðventunni, vonandi gengur það bara sem allra best vegna þess að þetta er hluti af því að fjármagna þeirra starfsemi,” segir Willum. „Það er samningur um þessa mikilvægu þjónustu og hann fjármagnar að langstærstum hluta þessa starfsemi. En í gegnum tíðina hefur starfsemin verið með slíka fjáröflun og við erum líka að horfa til þess að það er ákveðið hugarfar og kraftur sem fylgir slíkri starfsemi þannig að ég held að þetta sé bara skemmtilegur þáttur í þeirra starfi.” Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Áfengisneysla á Íslandi var um 2.207 þúsund alkahóllítrar árið 2020 samanborið við rúmlega 1.708 þúsund lítra árið 2010. Í tölum sem Hagstofan birti í mrogun segir að heildarneysla á íbúa 15 ára og eldri hafi verið 7,41 lítri árið 2020 samanborið við 6,79 lítra árið 2010, en hún náði hámarki árið 2017 þegar hún var 7,75 lítrar. Frá árinu 2010 til 2020 hefur áfengisneysla aukist um 9,1 prósent á hvern einstakling. „Það er auðvitað áhyggjuefni en um leið mikilvægt að við höfum öflugar meðferðarstofnanir til að styðja við fólk í þessum sjúkdómi,” segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Þá var greint frá því í gær að notkun á ópíóðum hafi aukist gríðarlega, en í ár hafa 250 manns farið í meðferð við slíkri fíkn hjá Sjúkrahúsinu á Vogi. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi sagðist hafa áhyggjur af því að sjúkrahúsið færi að sligast undan álagi enda hafi fjárframlög ekkert aukist þrátt fyrir stigvaxandi aðsókn. Sala á Jólaálfi SÁÁ hófst í gær en hún sagði það mikla búbót fyrir sjúkrahúsið, þó vissulega sé það áhyggjuefni að sjúkrahúsið þurfi að treysta svo mikið á þá sölu. „Tekjuöflun hefur verið hluti af starfi SÁÁ og svo auðvitað eru þau með samning um þá mikilvægu þjónustu sem þau veita. Þetta er vel til fundið að vera með Jólaálfinn á aðventunni, vonandi gengur það bara sem allra best vegna þess að þetta er hluti af því að fjármagna þeirra starfsemi,” segir Willum. „Það er samningur um þessa mikilvægu þjónustu og hann fjármagnar að langstærstum hluta þessa starfsemi. En í gegnum tíðina hefur starfsemin verið með slíka fjáröflun og við erum líka að horfa til þess að það er ákveðið hugarfar og kraftur sem fylgir slíkri starfsemi þannig að ég held að þetta sé bara skemmtilegur þáttur í þeirra starfi.”
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira