Enn eitt áfallið fyrir KSÍ: Tekjur sambandsins verða mun lægri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 09:31 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á aukaþingi KSÍ á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Þetta hefur ekki verið gott haust fyrir Knattspyrnusamband Íslands og nú er ljóst að reksturinn hefur ekki verið eins og væntingar stóðu til. Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Það hefur gengið mikið hjá stærsta sérsambandi Íslands á þessu ári og hlutirnir hafa ekki gengið eins og stefnt var að í byrjun árs. Guðni Bergsson, formaður KSÍ og stjórn knattspyrnusambandsins þurfti að segja af sér á haustmánuðunum eins og frægt er og í framhaldinu var kosin bráðabirgðastjórn og formaður fram að næsta ársþingi í febrúar. Vanda Sigurgeirsdóttir og nýja stjórnin fékk ekki alltof góðar fréttir á síðasta fundi sínum. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands sagði nefnilega frá því á stjórnarfundi sambandsins fyrir rúmri viku að tekjur KSÍ verða mun lægri en gert var ráð fyrir á áætlun. Þetta kemur fram í fundagerð á heimasíðu KSÍ sem finna má hér. Áætlunin var gerð vitandi að kórónuveirufaraldrinum ólíkt áætluninni árið á undan þar sem tekjur urði líka miklu minni en búist var við. Helstu ástæðurnar sem eru taldar upp í fundargerð stjórnar KSÍ fyrir þessari slöku tekjuöflun eru meðal annars það að takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins vörðu lengur en búist var við. Hér kemur líka inn í reikninginn að miðasala á landsleiki íslenska karlalandsliðsins hafi verið dræm og þá voru fjárframlög frá evrópska knattspyrnusambandinu lægri en gert var ráð fyrir. Í máli Klöru frammi fyrir stjórn KSÍ kemur fram að rekstrargjöld séu í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en einstaka liðir hafi þó farið fram yfir áætlun. Kostnaður við landslið Íslands eru lægri en gert var ráð fyrir og spá fyrir afkomu ársins hefur batnað frá sex mánaða uppgjöri. Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, gaf líka stjórn skýrslu um fundi með bakhjörlum sambandsins. Hún sagði að þeir fundir hafa gengið vel og miða að því að upplýsa umrædda bakhjarla um stöðu þeirra aðgerða er ráðist hefur verið í á síðustu vikum sem og að staðfesta að starfsemi sambandsins gangi vel.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira