Höfundur The Lovely Bones biður manninn sem var dæmdur fyrir að nauðga henni afsökunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2021 08:25 Alice Sebold er án efa þekktust fyrir skáldsögu sína The Lovely Bones. Getty/Leonardo Cendamo Bandaríski rithöfundurinn Alice Sebold hefur beðist afsökunar fyrir að hafa átt þátt í því að maður var ranglega dæmdur fyrir að hafa nauðgað henni árið 1981. Anthony Broadwater var handtekinn og fundinn sekur og varði 16 árum í fangelsi. Hann var látinn laus árið 1998 en var áfram á skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn. Hinn 22. nóvember síðastliðinn var hann hins vegar hreinsaður af allri sök í kjölfar endurupptöku málsins. Anthony Broadwater. Sebold, sem er eflaust þekktust fyrir bók sína The Lovely Bones, skrifaði um nauðgunina í sjálfsævisögunni Lucky. Árásin átti sér stað þegar Sebold var 18 ára nemandi við Syracuse University í New York. Mánuðum seinna tilkynnti Sebold lögreglu að hún hefði séð svartan mann úti á götu sem hún taldi vera árásarmanninn. Broadwater var handtekinn skömmu síðar. Þrátt fyrir að Sebold benti á annan mann við sakbendingu var Broadwater fundinn sekur á grundvelli framburðar hennar og rannsóknar á hárum sem fundust á Sebold. Broadwater sagðist hafa grátið gleðitárum þegar hann var hreinsaður af sök á dögunum. Þá sagði hann létti að Sebold hefði beðist afsökunar. Í afsökunarbeiðni sinni sagðist Sebold harma að Broadwater hefði verið rændur því lífi sem hann hefði getað átt og að engin afsökunarbeiðni gæti breytt því. Þá sagðist Sebold hafa varið síðustu dögum í að reyna að átta sig á því hvernig þetta gat gerst og að hún þyrfti að sætta sig við það að sá sem nauðgaði henni yrði sennilega aldrei fundinn og látinn gjalda fyrir. Lucky seldist í meira en milljón eintökum og kom Sebold á kortið sem rithöfund. Enn þekktari varð hún hins vegar fyrir The Lovely Bones, sem var kvikmynduð í leikstjórn Peter Jackson. Stanley Tucci var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira
Hann var látinn laus árið 1998 en var áfram á skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn. Hinn 22. nóvember síðastliðinn var hann hins vegar hreinsaður af allri sök í kjölfar endurupptöku málsins. Anthony Broadwater. Sebold, sem er eflaust þekktust fyrir bók sína The Lovely Bones, skrifaði um nauðgunina í sjálfsævisögunni Lucky. Árásin átti sér stað þegar Sebold var 18 ára nemandi við Syracuse University í New York. Mánuðum seinna tilkynnti Sebold lögreglu að hún hefði séð svartan mann úti á götu sem hún taldi vera árásarmanninn. Broadwater var handtekinn skömmu síðar. Þrátt fyrir að Sebold benti á annan mann við sakbendingu var Broadwater fundinn sekur á grundvelli framburðar hennar og rannsóknar á hárum sem fundust á Sebold. Broadwater sagðist hafa grátið gleðitárum þegar hann var hreinsaður af sök á dögunum. Þá sagði hann létti að Sebold hefði beðist afsökunar. Í afsökunarbeiðni sinni sagðist Sebold harma að Broadwater hefði verið rændur því lífi sem hann hefði getað átt og að engin afsökunarbeiðni gæti breytt því. Þá sagðist Sebold hafa varið síðustu dögum í að reyna að átta sig á því hvernig þetta gat gerst og að hún þyrfti að sætta sig við það að sá sem nauðgaði henni yrði sennilega aldrei fundinn og látinn gjalda fyrir. Lucky seldist í meira en milljón eintökum og kom Sebold á kortið sem rithöfund. Enn þekktari varð hún hins vegar fyrir The Lovely Bones, sem var kvikmynduð í leikstjórn Peter Jackson. Stanley Tucci var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Sjá meira