Fótbolti

Juventus aftur á sigurbraut

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alvaro Morata skoraði seinna mark Juventus í kvöld.
Alvaro Morata skoraði seinna mark Juventus í kvöld. Francesco Pecoraro/Getty Images

Juventus vann öruggan 2-0 sigur er liðið heimsótti botnlið Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Paulo Dybala kom gestunum í Juventus yfir á 21. mínútu eftir stoðsendingu frá Dejan Kulusevski, og sjö mínútum síðar setti Giorgio Ciellini boltann í netið fyrir gestina, en mark hans dæmt af vegna rangstöðu.

Gestirnir fóru því með 1-0 forystu inn í hálfleikinn, en Alvaro Morata tvöfaldaði forskot Juventus þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Paulo Dybala fékk svo tækifæri til að gulltryggja sigur Juventus af vítapunktinum í uppbótartíma, en spyrna hans framhjá.

Juventus fagnaði því 2-0 sigri, en liðið situr nú í sjöunda sætir deildarinnar með 24 stig eftir 15 leiki, 21 stigi á eftir toppliði Napoli og sjö stigum á eftir Atalanta sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu.

Salernitana situr hins vegar sem áður segir á botni deildarinnar með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×