Fótbolti

Hjörtur og félagar enn á toppnum eftir jafntefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hjörtur Hermannsson og félagar hans eru enn á toppi ítölsku B-deildarinnar.
Hjörtur Hermannsson og félagar hans eru enn á toppi ítölsku B-deildarinnar. Vísir/Jónína Guðbjörg

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í Pisa eru enn á toppi ítölsku B-deildarinnar eftir 1-1 jafntefli gegn Perugia á heimavelli í kvöld.

Hjörtur lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Pisa, en það var Davide Marsura sem kom heimamönnum yfir strax á 11. mínútu leiksins.

Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en jöfnunarmark gestanna kom þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þar var á ferðinni Manuel De Luca, en hann jafnaði metin af vítapunktinum.

Gianmaria Zanandrea fékk að líta sitt annað gula spjald á 79. mínútu leiksins, og þar með rautt, og Hjörtur og félagar spiluðu því manni fleiri seinustu tíu mínútur leiksins.

Lorenzo Lucca fékk gullið tækifæri til að tryggja heimamönnum sigurinn af vítapunktinum, en klikkaði á spyrnunni og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli.

Hjörtur og félagar eru enn á toppi deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, en Brescia, sem situr í öðru sæti með tveimur stigum minna á einn leik til góða. 

Perugia situr hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×