Bjarni kynnti fjárlagafrumvarp og nýja fjármálastefnu Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 08:22 Bjarni Benediktsson kynnir frumvarp til fjárlaga í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og fjámálastefnu fyrir árin 2022 til 2026 á fréttamannafundi klukkan 9. Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Fundurinn fer fram í húsakynnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins við Lindargötu og hægt verður að fylgjast með kynningunni í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Einnig verður honum lýst í beinni textalýsingu. Fjárlagafrumvarpið er óvanalega seint á ferðinni þetta árið en það hefur jafnan verið gefið út við upphaf nýs þings í september. Alþingi var sett síðasta þriðjudag eftir kosningar í september en tafir voru á þingsetningu vegna starfa undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa sem rannsakaði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á sunnudag. Þá tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í sínum ráðuneytum í gær. Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 138 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins og 51 milljarða króna betri en áætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft mikil áhrif á stöðu ríkissjóðs en að sögn Fjársýslu ríkisins skýrist bætt afkoma af sterkari tekjuvexti en gert var ráð fyrir. Heimir Már Pétursson ræddi við Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra að lokinni kynningunni. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan og textalýsingu hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Efnahagsmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira