Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fékk örvunarskammt af bóluefni Moderna í dag. Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag. Alls greindust 95 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 42 utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem daglegur fjöldi smitaðra innanlands er undir 100. Fjórtán greindust með virk smit á landamærunum. Nítján eru nú á sjúkrahúsi, tveir eru á gjörgæslu og eru þeir báðir í öndunarvél. Fólk streymdi að Laugardalshöllinni í morgun fyrir örvunarskammt bóluefnis en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn byrja vel. „Þetta fer bara vel af stað eins og aðra daga og á fyrsta klukkutíma voru komnir um 1500 manns þannig að dagurinn lítur vel út,“ segir Ragnheiður. „Þetta er þriðja vikan sem er að fara af stað núna hjá okkur og fyrstu tvær vikur hafa bara gengið nokkuð vel.“ Síðastliðnar tvær vikur hafa um 20 þúsund manns verið að mæta í örvunarskammt frá mánudegi til miðvikudags á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fólk einnig geta mætt á fimmtudögum og föstudögum ef þau komast ekki aðra daga og segir Ragnheiður að um þúsund manns mæti þá daga. Hún ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í örvunarskammt þegar þau fá boð. Til stendur að lang flestir muni fá boð í örvunarbólusetningu fyrir jól en þeir sem fengu Janssen og síðan örvun í ágúst, og börn á aldrinum 12 til fimmtán ára, fá boð eftir áramót. Býst ekki við að taka veikindadag á morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem mættu í örvunarskammt í morgun. „Tilfinningin er bara mjög góð, ég vona bara að ég verði vel örvaður og að þetta muni hjálpa okkur. Ég hef fulla trú á því,“ segir Þórólfur. Þórólfur var fullbólusettur með AstraZeneca fyrr á árinu og grínaðist með að hann væri að svíkja lit með því að fá Moderna í örvun. „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit og fer núna í Moderna.“ Býstu við að taka veikindadag á morgun? „Nei, ég á ekki von á því,“ segir Þórólfur léttur í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Alls greindust 95 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær en af þeim sem greindust voru 42 utan sóttkvíar við greiningu. Um er að ræða þriðja daginn í röð þar sem daglegur fjöldi smitaðra innanlands er undir 100. Fjórtán greindust með virk smit á landamærunum. Nítján eru nú á sjúkrahúsi, tveir eru á gjörgæslu og eru þeir báðir í öndunarvél. Fólk streymdi að Laugardalshöllinni í morgun fyrir örvunarskammt bóluefnis en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn byrja vel. „Þetta fer bara vel af stað eins og aðra daga og á fyrsta klukkutíma voru komnir um 1500 manns þannig að dagurinn lítur vel út,“ segir Ragnheiður. „Þetta er þriðja vikan sem er að fara af stað núna hjá okkur og fyrstu tvær vikur hafa bara gengið nokkuð vel.“ Síðastliðnar tvær vikur hafa um 20 þúsund manns verið að mæta í örvunarskammt frá mánudegi til miðvikudags á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur fólk einnig geta mætt á fimmtudögum og föstudögum ef þau komast ekki aðra daga og segir Ragnheiður að um þúsund manns mæti þá daga. Hún ítrekar mikilvægi þess að fólk mæti í örvunarskammt þegar þau fá boð. Til stendur að lang flestir muni fá boð í örvunarbólusetningu fyrir jól en þeir sem fengu Janssen og síðan örvun í ágúst, og börn á aldrinum 12 til fimmtán ára, fá boð eftir áramót. Býst ekki við að taka veikindadag á morgun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem mættu í örvunarskammt í morgun. „Tilfinningin er bara mjög góð, ég vona bara að ég verði vel örvaður og að þetta muni hjálpa okkur. Ég hef fulla trú á því,“ segir Þórólfur. Þórólfur var fullbólusettur með AstraZeneca fyrr á árinu og grínaðist með að hann væri að svíkja lit með því að fá Moderna í örvun. „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit og fer núna í Moderna.“ Býstu við að taka veikindadag á morgun? „Nei, ég á ekki von á því,“ segir Þórólfur léttur í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. 27. nóvember 2021 12:50
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent