Yrði „algjört reiðarslag fyrir heilbrigðiskerfið og okkur öll“ að leyfa veirunni að ganga óáreittri Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2021 08:47 Þórólfur Guðnason segir að við getum bundið vonir við þriðju sprautuna. Vísir/Vilhelm „Þetta er að mjakast niður sýnist mér. Helgin var svo sem ágæt. Það voru þarna 130 sem greindust innanlands á föstudaginn en svo er þetta búið að vera undir hundrað á laugardaginn og í gær.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Við eigum eftir gera þetta betur upp en ég vona að þetta sé merki um að við séum að mjaka okkur niður. Við erum náttúrulega alltaf lægri um helgar, svo má búast við að tölurnar fari aftur upp á morgun. Við höfum verið í þessu mynstri fram að þessu.“ Veiran lætur engan bilbug á sér finna Þórólfur hafnar því að fleiri séu nú tregari til að mæta í bólusetningu. Tölurnar sýni að fólk sé að mæta í örvunarmólusetninguna og að þriðja sprautan sé það sem við getum nú bundið vonir við. Rannsóknir sýni að þriðja sprautan sé betri og veiti betri vörn en sprauta tvö. En hvað dugar hún lengi? „Það vitum við náttúrulega ekki. Þannig er þessi leikur við þessa veiru. Við vitum ekki hvernig næstu mánuðir eða vikur verða. Við erum í þessum leik að sjá hvernig staðan er og við erum alltaf að læra á hverjum degi. Auðvitað vitum við ekki hvað þetta endist lengi. Þurfum við að fá aðra sprautu á næsta ári eða hvernig verður þetta? Þurfum við ný bóluefni? Það er bara þannig en veiran lætur engan bilbug á sér finna og heldur bara áfram ef við reynum ekki einhvern veginn að spyrna við fótum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í spilaranum að neðan. Voru það ekki vonbrigði hvað bóluefnin, fyrsta og önnur sprautan, dofnuðu hratt í líkamanum? „Jú, maður batt svo sannarlega vonir við að það yrði öðruvísi. Í fyrsta lagi voru upphaflegu rannsóknirnar á fyrri afbrigðum og það virkaði bara mjög vel. Þá vissi náttúrulega enginn hve lengi mótefni myndi endast. Nú er að koma betur í ljós að þau virka ekki eins vel gegn smiti. Þau virka ágætlega gegn alvarlegum veikindum en svo dvína bara mótefnin hraðar, en það er vel þekkt með bóluefni. Þetta er ekkert einsdæmi. Önnur bóluefni eru svona líka að tvær sprautur duga ekki og það þarf þriðju. Ég held að það sé full ástæða til að binda vonir við það að þriðja sprautan muni hjálpa okkur verulega. En það verður bara að koma í ljós. Við getum ekki slegið neinu föstu. Við verðum bara að spila á því sem við höfum og vitum. Við erum alltaf að öðlast nýja þekkingu á hverjum degi,“ segir Þórólfur. Hvað gerum við til dæmis – eða viltu ekkert spá fyrir um það – ef það kemur í ljós að þriðja sprautan dugar ekki nema kannski í skamman tíma? „Ef hún dugar ekki nema í nokkrar vikur og mánuði og heldur áfram að ganga og er að valda leiðindum, þá þurfum við bara að bólusetja aftur. Bara eins og með inflúensuna, eins og við gerum á hverju ári. Það er ekkert öðruvísi.“ Kæmi aldrei til greina að láta hana ganga yfir? Það væri allt of mikil áhætta? „Ef hún heldur áfram sama mynstri og veikindin verða eins og álagið á heilbrigðiskerfið verður eins þá yrði það algjört reiðarslag fyrir heilbrigðiskerfið og okkur öll.“ Vilja hafa varann á vegna útbreiðslu ómikrón-afbrigðisins Þórólfur var einnig spurður út í hið nýja ómikrón-afbrigði veirunnar sem uppgötvaðist á dögunum í suðurhluta Afríku og hefur nú verið að greinast víðar, meðal annars í Evrópu. Ríki hafa mörg verið að herða takmarkanir og stöðva flugsamgöngur til að stemma stigu við útbreiðslu afbrigðisins. „Þetta er óljóst en mér sýnist þetta vera þannig að menn vilji hafa varann á og vilji ekki láta taka sig í bólinu. Það er betra að vera einu skrefi á undan og slaka þá á ef þetta er ekki mikið og vera þá tilbúnir, frekar en að vera að elta hana. Hún er sennilega komin víða myndi maður halda miðað við þær fréttir sem maður hefur fengið.“ Hann segir það ánægjulegar fréttir ef heilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku segi sjúkdómseinkenni þeirra sem smitast af ómikrón-afbrigðinu vera væg. „Ég held að alþjóðasamfélagið og vísindamenn hafi ákveðið að út af þessum fjölda stökkbreytinga í þessu aðalprótíni veirunnar sem að bæði ræður því hvernig hún hegðar sér, hvernig hún smitar og hvernig mótefni myndast gegn henni. Það eru um þrjátíu breytingar á þessu prótíni og ég held að það sé það sem menn eru hræddir við. Það á eftir að skoða það betur og það tekur líklega um tvær vikur að fá niðurstöðu úr því hvort þessi mótefni sem myndast af þessum bólusetningum, hvort þau virki á þessa veiru eða ekki. Þannig að mér finnst skynsamlegra að taka á þessu svona og geta þá slakað á, frekar en að gera ekki neitt og eftir tvær, þrjár vikur segja: „Fyrirgefðu, þau virka ekki á þetta. Við hefðum átt að grípa til harðra aðgerða strax.“ Menn eru í þessum vanda en ég vona að það sé hárrétt sem hún [fulltrúar suður-afrískra heilbrigðisyfirvalda] segir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins. 29. nóvember 2021 06:39 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Við eigum eftir gera þetta betur upp en ég vona að þetta sé merki um að við séum að mjaka okkur niður. Við erum náttúrulega alltaf lægri um helgar, svo má búast við að tölurnar fari aftur upp á morgun. Við höfum verið í þessu mynstri fram að þessu.“ Veiran lætur engan bilbug á sér finna Þórólfur hafnar því að fleiri séu nú tregari til að mæta í bólusetningu. Tölurnar sýni að fólk sé að mæta í örvunarmólusetninguna og að þriðja sprautan sé það sem við getum nú bundið vonir við. Rannsóknir sýni að þriðja sprautan sé betri og veiti betri vörn en sprauta tvö. En hvað dugar hún lengi? „Það vitum við náttúrulega ekki. Þannig er þessi leikur við þessa veiru. Við vitum ekki hvernig næstu mánuðir eða vikur verða. Við erum í þessum leik að sjá hvernig staðan er og við erum alltaf að læra á hverjum degi. Auðvitað vitum við ekki hvað þetta endist lengi. Þurfum við að fá aðra sprautu á næsta ári eða hvernig verður þetta? Þurfum við ný bóluefni? Það er bara þannig en veiran lætur engan bilbug á sér finna og heldur bara áfram ef við reynum ekki einhvern veginn að spyrna við fótum.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í spilaranum að neðan. Voru það ekki vonbrigði hvað bóluefnin, fyrsta og önnur sprautan, dofnuðu hratt í líkamanum? „Jú, maður batt svo sannarlega vonir við að það yrði öðruvísi. Í fyrsta lagi voru upphaflegu rannsóknirnar á fyrri afbrigðum og það virkaði bara mjög vel. Þá vissi náttúrulega enginn hve lengi mótefni myndi endast. Nú er að koma betur í ljós að þau virka ekki eins vel gegn smiti. Þau virka ágætlega gegn alvarlegum veikindum en svo dvína bara mótefnin hraðar, en það er vel þekkt með bóluefni. Þetta er ekkert einsdæmi. Önnur bóluefni eru svona líka að tvær sprautur duga ekki og það þarf þriðju. Ég held að það sé full ástæða til að binda vonir við það að þriðja sprautan muni hjálpa okkur verulega. En það verður bara að koma í ljós. Við getum ekki slegið neinu föstu. Við verðum bara að spila á því sem við höfum og vitum. Við erum alltaf að öðlast nýja þekkingu á hverjum degi,“ segir Þórólfur. Hvað gerum við til dæmis – eða viltu ekkert spá fyrir um það – ef það kemur í ljós að þriðja sprautan dugar ekki nema kannski í skamman tíma? „Ef hún dugar ekki nema í nokkrar vikur og mánuði og heldur áfram að ganga og er að valda leiðindum, þá þurfum við bara að bólusetja aftur. Bara eins og með inflúensuna, eins og við gerum á hverju ári. Það er ekkert öðruvísi.“ Kæmi aldrei til greina að láta hana ganga yfir? Það væri allt of mikil áhætta? „Ef hún heldur áfram sama mynstri og veikindin verða eins og álagið á heilbrigðiskerfið verður eins þá yrði það algjört reiðarslag fyrir heilbrigðiskerfið og okkur öll.“ Vilja hafa varann á vegna útbreiðslu ómikrón-afbrigðisins Þórólfur var einnig spurður út í hið nýja ómikrón-afbrigði veirunnar sem uppgötvaðist á dögunum í suðurhluta Afríku og hefur nú verið að greinast víðar, meðal annars í Evrópu. Ríki hafa mörg verið að herða takmarkanir og stöðva flugsamgöngur til að stemma stigu við útbreiðslu afbrigðisins. „Þetta er óljóst en mér sýnist þetta vera þannig að menn vilji hafa varann á og vilji ekki láta taka sig í bólinu. Það er betra að vera einu skrefi á undan og slaka þá á ef þetta er ekki mikið og vera þá tilbúnir, frekar en að vera að elta hana. Hún er sennilega komin víða myndi maður halda miðað við þær fréttir sem maður hefur fengið.“ Hann segir það ánægjulegar fréttir ef heilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku segi sjúkdómseinkenni þeirra sem smitast af ómikrón-afbrigðinu vera væg. „Ég held að alþjóðasamfélagið og vísindamenn hafi ákveðið að út af þessum fjölda stökkbreytinga í þessu aðalprótíni veirunnar sem að bæði ræður því hvernig hún hegðar sér, hvernig hún smitar og hvernig mótefni myndast gegn henni. Það eru um þrjátíu breytingar á þessu prótíni og ég held að það sé það sem menn eru hræddir við. Það á eftir að skoða það betur og það tekur líklega um tvær vikur að fá niðurstöðu úr því hvort þessi mótefni sem myndast af þessum bólusetningum, hvort þau virki á þessa veiru eða ekki. Þannig að mér finnst skynsamlegra að taka á þessu svona og geta þá slakað á, frekar en að gera ekki neitt og eftir tvær, þrjár vikur segja: „Fyrirgefðu, þau virka ekki á þetta. Við hefðum átt að grípa til harðra aðgerða strax.“ Menn eru í þessum vanda en ég vona að það sé hárrétt sem hún [fulltrúar suður-afrískra heilbrigðisyfirvalda] segir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins. 29. nóvember 2021 06:39 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins. 29. nóvember 2021 06:39
Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. 28. nóvember 2021 17:35