Fótbolti

Napoli eitt á toppnum eftir stórsigur á Lazio

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dries Mertens skoraði tvö í kvöld.
Dries Mertens skoraði tvö í kvöld. vísir/Getty

Það voru vendingar í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fyrr í dag tapaði AC Milan óvænt gegn Sassuolo á heimavelli, 1-3, og því gat Napoli eignað sér toppsætið með sigri í stórleik helgarinnar þegar liðið fékk Lazio í heimsókn á Diego Armando Maradona leikvanginn í Napoli í kvöld.

Það er skemmst frá því að segja að heimamenn léku við hvurn sinn fingur og hreinlega rúlluðu yfir Lazio, 4-0. Komust Napoli í 3-0 á fyrsta hálftíma leiksins.

Dries Mertens gerði tvö mörk og Piotr Zielinski og Fabian sitt markið hver.

Fyrr í kvöld sá Tammy Abraham um að tryggja Roma 1-0 sigur á Torino. Rómverjar í 5.sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.