Fótbolti

Albert kom inn af bekknum í markalausu jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert í leik með AZ.
Albert í leik með AZ. vísir/getty

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar sóttu eitt stig til Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Albert hóf leik á varamannabekk AZ Alkmaar.

Hann kom inná sem fyrsta skipting AZ Alkmaar á 68.mínútu en þá var staðan enn markalaus.

Ekki tókst Alberti að glæða sóknarleik AZ nýju lífi og fór að lokum svo að liðin skildu jöfn, 0-0. AZ í 12.sæti hollensku deildarinnar 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.