Fótbolti

Atletico heldur áfram að þjarma að grönnum sínum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld. vísir/Getty

Atletico Madrid átti ekki í miklum vandræðum með Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ekkert mark var reyndar skorað í fyrri hálfleik en í þeim síðari settu gestirnir frá Madrid í annan gír.

Thomas Lemar opnaði markareikninginn á 56.mínútu og Antoine Griezmann tvöfaldaði forystuna á 70.mínútu.

0-2 varð 0-3 þegar Angel Correa skoraði á 76.mínútu.

86.mínúta leiksins var afar viðburðarík því þá voru skoruð tvö mörk. Fyrst gerði Jan Oblak sig sekan um slæm mistök sem leiddu til sjálfsmarks en Mateus Cunha skoraði fyrir Atletico aðeins nokkrum sekúndum síðar.

Lokatölur því 1-4 fyrir Atletico Madrid sem er stigi á eftir toppliði Real Madrid.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.