Fótbolti

Rosenborg hélt jöfnu gegn meisturunum á Lerkendal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfons og félagar stefna hraðbyr á norska meistaratitilinn annað árið í röð.
Alfons og félagar stefna hraðbyr á norska meistaratitilinn annað árið í röð. nordiskfootball

Fimm Íslendingar komu við sögu í leikjum dagsins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Það var stórleikur á Lerkendal leikvangnum í Þrándheimi þar sem Rosenborg fékk Bodo/Glimt í heimsókn en Bodo/Glimt er í góðri stöðu á toppi deildarinnar á meðan stórveldið Rosenborg situr í 4.sæti.

Ekkert mark var skorað í leiknum.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í vörn Bodo/Glimt og það sama má segja um Hólmar Örn Eyjólfsson í vörn Rosenborg.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking sem vann 2-3 sigur á Kristiansund en Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn af varamannabekknum hjá Kristiansund á 85.mínútu. 

Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn þegar Sandefjord vann 1-2 sigur á Haugasund. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×