Innlent

Willum Þór verður heilbrigðisráðherra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Willum Þór Þórsson kemur nýr inn í ríkisstjórnina.
Willum Þór Þórsson kemur nýr inn í ríkisstjórnina. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Ráðherralisti Framsóknarflokksins liggur fyrir. Willum Þór Þórsson verður nýr heilbrigðisráðherra

Þetta tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Ásmundur Einar Daðason verður ráðherra skólamála- og barna þar sem sérstök áhersla verður lögð á börn að sögn Sigurðar Inga.

Klippa: Sigurður Ingi um ráðherralista Framsóknarflokksins

Lilja Dögg Alfreðsdóttir verður ráðherra viðskipta- og menningarmála og sjálfur verður Sigurður Ingi áfram samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem hann sagði að yrði að eins konar innviðaráðuneyti.

Ný ríkisstjórn verður kynnt til leiks klukkan eitt. Fylgjast má með beinni útsendingu frá blaðamannafundinum hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×