Reyndu ítrekað að ná í neyðarvakt dýralækna án árangurs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 12:30 Matvælastofnun er nú með til skoðunar tilkynningu um að ekki hafi náðst í neyðarnúmer dýralækna síðustu helgi. Dæmi komu upp um síðustu helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmer dýralækna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að málið sé til skoðunar en segir gríðarlega mikið álag á vöktunum mögulega skýringu. Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð. Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Að minnsta kosti tvö tilfelli komu upp um síðastliðna helgi þar sem ekki náðist í neyðarnúmerið samkvæmt heimildum fréttastofu. Tilfellin sem um ræðir voru annars vegar aðfaranótt sunnudagsins 21. nóvember og hins vegar um sunnudagsmorguninn. Í öðru tilfellinu var um smáhund að ræða og í hinu tilfellinu var það köttur en eigendur dýranna hringdu ítrekað án árangurs. Sjálfstætt starfandi dýralæknar sinna vöktum utan dagvinnutíma sem hið opinbera greiðir fyrir en á höfuðborgarsvæðinu er einn smádýralæknir og annar stórdýralæknir. Konráð Konráðsson, héraðsdýralæknir suðvesturumdæmis hjá Matvælastofnun, segir að þeim hafi borist ein tilkynning um að ekki hafi náðst í neyðarnúmerið síðastliðinn sunnudag en það sé verulega sjaldgæft að slíkt komi upp. „Ég held að þetta sé í annað sinn sem að ég hef fengið svona ábendingu um þetta, þar sem ekki náist í starfandi dýralækni á vakt,“ segir Konráð. Skýrist það vegna mikilla anna á neyðarvökum en stundum hafa dýralæknar einfaldlega ekki tök á að svara í símann, til að mynda ef þeir eru í aðgerð. „Þetta gerist afar sjaldan. Enginn dýralæknir vill vera í þessari stöðu, að geta ekki tekið við símtölum sem koma,“ segir Konráð. Ekki liggur fyrir að svo stöddu af hverju það reyndist erfitt að ná í dýralækni á vakt um helgina en það er til skoðunar. Hann ítrekar það mikla álag sem dýralæknir eru undir á vöktunum. Aðspurður um hvort aukið fjármagn myndi leysa hluta vandans segir hann svo vera. „Aukið fjármagn hefur oft verið farið fram á, sérstaklega af hálfu sjálfstætt starfandi dýralækna og Dýralæknafélagsins,“ segir Konráð.
Gæludýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira