Fótbolti

Sane hetja Bæjara í naumum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hetja Bæjara í kvöld.
Hetja Bæjara í kvöld. vísir/Getty

Bayern Munchen er áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir nauman sigur á Arminia Bielefeld í síðasta leik dagsins.

Það var erfið fæðing hjá stórskotaliði Bæjara þegar Bielefeld, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar, heimsótti Allianz leikvanginn í Munchen í kvöld.

Bayern þurfti á sigri að halda til að endurheimta toppsæti deildarinnar af Dortmund en þrátt fyrir töluverða yfirburði stærstan hluta leiksins átti Bayern erfitt með að koma boltanum yfir marklínuna.

Það var ekki fyrr en á 71.mínútu sem Leroy Sane náði að koma Bæjurum í forystu eftir undirbúning Thomas Muller.

Reyndist það eina mark leiksins og 1-0 sigur Bayern staðreynd.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.