Fótbolti

Ari og félagar steinlágu í Lilleström

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ari Leifsson í treyju Strömsgodset, númer 2.
Ari Leifsson í treyju Strömsgodset, númer 2. mynd/godset.no

Íslendingalið Strömsgodset átti ekki góða heimsókn til Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ari Leifsson hóf leik í hjarta varnarinnar hjá Stromsgödset en var skipt af velli á 68.mínútu. Þá var staðan 4-0 fyrir heimamenn í Lilleström og hafði Ari fengið gult spjald áður en markasúpan hófst.

Stromsgodset náði að klóra í bakkann skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 4-1.

Valdimar Þór Ingimundarson sat allan tímann á varamannabekk Stromsgödset sem er í 10.sæti deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.