Dramatískur sigur Barcelona á Villarreal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gleðin aftur við völd hjá Börsungum.
Gleðin aftur við völd hjá Börsungum. vísir/Getty

Barcelona vann góðan útisigur á Villarreal í bráðfjörugum leik í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og eru enn taplausir undir stjórn Xavi.

Fyrri hálfleikur var markalaus en bæði lið fengu góð færi til að koma sér á blað.

Á 48.mínútu opnaði Frenkie De Jong markareikninginn fyrir gestina og leit lengi út fyrir að það yrði sigurmark leiksins. 

Þegar rúmlega tíu mínútur lifðu leiks jafnaði Samuel Chukwueze metin fyrir heimamenn og voru lokamínúturnar því æsispennandi.

Þær náðu gestirnir að nýta til að næla sér í öll stigin þrjú.

Memphis Depay kom Barcelona í 1-2 á 88.mínútu og á fjórðu mínútu uppbótartíma gulltryggði Coutinho sigur Börsunga með marki úr vítaspyrnu eftir að hafa komið inná sem varamaður seint í leiknum.

Sigurinn lyftir Barcelona upp í sjöunda sæti deildarinnar en liðið er sjö stigum frá toppnum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira