Sveindís Jane Jónsdóttir kom Íslandi yfir á 14. mínútu eftir langan sprett frá miðlínunni, eftir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafði unnið boltann og komið honum á hana.
Sveindís lagði svo upp seinna mark Íslands fyrir Berglindi Björg Þorvaldsdóttur, eftir langa sendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur fram völlinn, á 70. mínútu.
Mörkin og helstu atvik úr leiknum má sjá hér að neðan.
# #
— (@cxfootball) November 26, 2021
11 30
3 30 BS @jfa_nadeshiko @JFA pic.twitter.com/gKUJBd7Wxu
Auk markanna tveggja var Ísland nálægt því að skora þegar Agla María Albertsdóttir átti skalla rétt yfir markið á 58. mínútu.
Japan, sem er í 13. sæti á heimslista FIFA og þar með þremur sætum ofar en Ísland, skapaði sér hins vegar engin dauðafæri.

Íslenski hópurinn heldur nú brátt til Kýpur þar sem liðið mun spila gegn heimakonum í undankeppni HM á þriðjudaginn. Það verður síðasti leikur Íslands á þessu ári.
Leikið verður í undanriðli Íslands í dag þegar Kýpur tekur á móti Hvíta-Rússlandi, og Tékkland og Holland mætast. Ísland er í baráttu við Holland og Tékkland um tvö efstu sæti riðilsins, en efsta liðið kemst beint á HM í Ástralíu og liðið í 2. sæti í umspil.