Erlent

Frakkar af­lýsa flótta­manna­fundi með Bretum vegna bréfs John­sons

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil umræða hefur skapast um málefni flóttafólks sem reynir að komast yfir Ermarsund eftir að bátur með 27 innanborðs fórst á sundinu í vikunni.
Mikil umræða hefur skapast um málefni flóttafólks sem reynir að komast yfir Ermarsund eftir að bátur með 27 innanborðs fórst á sundinu í vikunni. AP

Innanríkisráðherra Frakka hefur aflýst fyrirhuguðum fundi með kollega sínum frá Bretlandi þar sem ræða átti flóttamannamálin á Ermarsundi. Ástæðan mun vera bréf sem Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sendi Emmanuel Macron Frakklandsforseta þar sem þess er krafist að Frakkar taki aftur við því fólki sem kemst yfir Ermarsundið til Bretlands.

Innanríkisráðherrann, Gérald Darmanin segir Frakka hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa kröfu og að ekki hafi bætt úr skák að Johnson skyldi hafa gert bréfið opinbert.

Deilur milli ríkjanna tveggja virðast því langt í frá að leysast en mikil umræða hefur skapast um málefni flóttafólks sem reynir að komast yfir Ermarsund eftir að bátur með tuttugu og sjö innanborðs fórst á sundinu í vikunni.

Fulltrúar frá Belgíu, Hollandi, Þýskalandi og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins munu koma saman til fundar í frönsku borginni Calais á sunnudaginn til að ræða málefni flóttafólksins.


Tengdar fréttir

Fleiri fóru yfir Ermarsundið í dag og tala látinna hækkar

Fleiri Farand- og flóttamenn hafa lagt leið sína yfir Ermarsundið við erfiðar aðstæður í dag. Það er degi eftir að minnst 27 drukknuðu eftir að loftið fór úr slöngubát þeirra á Ermarsundinu. Meðal þeirra sem dóu voru ólétt kona og minnst þrjú börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×