Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Eiður Þór Árnason skrifar 25. nóvember 2021 21:35 Niðurstaða fékkst í kjörbréfamálið í kvöld. Vísir/Vilhelm Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins mynda meirihluta í kjörbréfanefnd og samþykktu allir þingmenn flokkanna tillögu nefndarinnar. Þingflokkur Pírata greiddi atkvæði gegn tillögunni en einn þingmaður flokksins sat hjá. Klofningur var í þingliði Vinstri grænna og greiddu fjórir þingmenn atkvæði með tillögu meirihlutans á meðan restin sat hjá. Þingflokkar Samfylkingar og Viðreisnar greiddu ekki atkvæði. Höfnuðu tveimur tillögum Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu var felld með 53 atkvæðum gegn sex atkvæðum Pírata. Fjórir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Að því loknu var kosið um tillögu Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, um að staðfesta ekki kjörbréf í Norðvesturkjördæmi og boða til uppkosningar í kjördæminu. Hún var felld með 42 atkvæðum gegn sextán en fjórir greiddu ekki atkvæði. Allir sex þingmenn Samfylkingar greiddu atkvæði með tillögunni auk hluta þingflokks Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greiddi atkvæði með tillögunni. Þess er að vænta að ný ríkisstjórn hennar verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag.Vísir/Vilhelm Ekki ljóst að annmarkar hafi haft áhrif á úrslit Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við atkvæðagreiðsluna að það væri ágreiningslaust að verulegir annmarkar hafi verið á talningu atkvæða og vörslu kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Þó teldi hún ekki nægar líkur hafi verið leiddar að því að þeir annmarkar hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna og komið í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Hún vildi því styðja tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að öll 63 kjörbréfin yrðu samþykkt. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að gera ætti kröfu um öruggar kosningar og að það sé hægt að sannreyna niðurstöður. „Það er mikilvægt í lýðræðissamfélagi að kjósendur geti sannreynt að atkvæði þeirra bárust og voru talin rétt.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til að kosið yrði aftur á landsvísu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kaus með tillögu meirihlutans.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði lýðræðið afskaplega dýrmætt og að það beri að undirgangast það af virðingu. „Í Norðvesturkjördæmi er ég að greiða með ógildingu þeirra kosninga svo skýr vilji kjósenda í Norðvesturkjördæmi nái fram að ganga, þannig að við fáum svart á hvítu hver er þeirra vilji og um það leiki enginn vafi.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. Eftirfarandi þingmenn samþykktu tillögu meirihluta kjörbréfanefndar Anna Kolbrún Árnadóttir (M), Ágúst Bjarni Garðarsson (B), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D), Ásmundur Einar Daðason (B), Ásmundur Friðriksson (D), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F), Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D), Bergþór Ólason (M), Birgir Ármannsson (D), Birgir Þórarinsson (D), Bjarni Benediktsson (D), Bjarni Jónsson (V), Bryndís Haraldsdóttir (D), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eyjólfur Ármannsson (F), Guðmundur Ingi Kristinsson (F), Guðrún Hafsteinsdóttir (D), Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B), Halla Signý Kristjánsdóttir (B), Haraldur Benediktsson (D), Hildur Sverrisdóttir (D), Inga Sæland (F), Ingibjörg Ólöf Isaksen (B), Jakob Frímann Magnússon (F), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Jón Gunnarsson (D), Katrín Jakobsdóttir (V), Kári Gautason (V), Kjartan Magnússon (D), Lilja Alfreðsdóttir (B), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Óli Björn Kárason (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Stefán Vagn Stefánsson (B), Steinunn Þóra Árnadóttir (V), Tómas A. Tómasson (F), Vilhjálmur Árnason (D), Willum Þór Þórsson (B), Þórarinn Ingi Pétursson (B) og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (D). Eftirfarandi þingmenn höfnuðu tillögu nefndarinnar Andrés Ingi Jónsson (P), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P), Björn Leví Gunnarsson (P), Halldóra Mogensen (P), Indriði Ingi Stefánsson (P). Eftirfarandi þingmenn greiddu ekki atkvæði Gísli Rafn Ólafsson (P), Guðbrandur Einarsson (C), Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V), Helga Vala Helgadóttir (S), Jódís Skúladóttir (V), Jóhann Páll Jóhannsson (S), Kristrún Frostadóttir (S), Logi Einarsson (S), María Rut Kristinsdóttir (C), Oddný G. Harðardóttir (S), Orri Páll Jóhannsson (V), Sigmar Guðmundsson (C), Svandís Svavarsdóttir (V), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C), Þorgerður K. Gunnarsdóttir (C) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fimm en sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins mynda meirihluta í kjörbréfanefnd og samþykktu allir þingmenn flokkanna tillögu nefndarinnar. Þingflokkur Pírata greiddi atkvæði gegn tillögunni en einn þingmaður flokksins sat hjá. Klofningur var í þingliði Vinstri grænna og greiddu fjórir þingmenn atkvæði með tillögu meirihlutans á meðan restin sat hjá. Þingflokkar Samfylkingar og Viðreisnar greiddu ekki atkvæði. Höfnuðu tveimur tillögum Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að staðfesta engin kjörbréf og boða til nýrra kosninga á landsvísu var felld með 53 atkvæðum gegn sex atkvæðum Pírata. Fjórir þingmenn greiddu ekki atkvæði. Að því loknu var kosið um tillögu Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, um að staðfesta ekki kjörbréf í Norðvesturkjördæmi og boða til uppkosningar í kjördæminu. Hún var felld með 42 atkvæðum gegn sextán en fjórir greiddu ekki atkvæði. Allir sex þingmenn Samfylkingar greiddu atkvæði með tillögunni auk hluta þingflokks Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greiddi atkvæði með tillögunni. Þess er að vænta að ný ríkisstjórn hennar verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag.Vísir/Vilhelm Ekki ljóst að annmarkar hafi haft áhrif á úrslit Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við atkvæðagreiðsluna að það væri ágreiningslaust að verulegir annmarkar hafi verið á talningu atkvæða og vörslu kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Þó teldi hún ekki nægar líkur hafi verið leiddar að því að þeir annmarkar hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna og komið í veg fyrir að vilji kjósenda næði fram að ganga. Hún vildi því styðja tillögu meirihluta kjörbréfanefndar um að öll 63 kjörbréfin yrðu samþykkt. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að gera ætti kröfu um öruggar kosningar og að það sé hægt að sannreyna niðurstöður. „Það er mikilvægt í lýðræðissamfélagi að kjósendur geti sannreynt að atkvæði þeirra bárust og voru talin rétt.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði til að kosið yrði aftur á landsvísu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kaus með tillögu meirihlutans.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði lýðræðið afskaplega dýrmætt og að það beri að undirgangast það af virðingu. „Í Norðvesturkjördæmi er ég að greiða með ógildingu þeirra kosninga svo skýr vilji kjósenda í Norðvesturkjördæmi nái fram að ganga, þannig að við fáum svart á hvítu hver er þeirra vilji og um það leiki enginn vafi.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. Eftirfarandi þingmenn samþykktu tillögu meirihluta kjörbréfanefndar Anna Kolbrún Árnadóttir (M), Ágúst Bjarni Garðarsson (B), Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D), Ásmundur Einar Daðason (B), Ásmundur Friðriksson (D), Ásthildur Lóa Þórsdóttir (F), Berglind Ósk Guðmundsdóttir (D), Bergþór Ólason (M), Birgir Ármannsson (D), Birgir Þórarinsson (D), Bjarni Benediktsson (D), Bjarni Jónsson (V), Bryndís Haraldsdóttir (D), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eyjólfur Ármannsson (F), Guðmundur Ingi Kristinsson (F), Guðrún Hafsteinsdóttir (D), Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (B), Halla Signý Kristjánsdóttir (B), Haraldur Benediktsson (D), Hildur Sverrisdóttir (D), Inga Sæland (F), Ingibjörg Ólöf Isaksen (B), Jakob Frímann Magnússon (F), Jóhann Friðrik Friðriksson (B), Jón Gunnarsson (D), Katrín Jakobsdóttir (V), Kári Gautason (V), Kjartan Magnússon (D), Lilja Alfreðsdóttir (B), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (B), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Líneik Anna Sævarsdóttir (B), Njáll Trausti Friðbertsson (D), Óli Björn Kárason (D), Sigurður Ingi Jóhannsson (B), Stefán Vagn Stefánsson (B), Steinunn Þóra Árnadóttir (V), Tómas A. Tómasson (F), Vilhjálmur Árnason (D), Willum Þór Þórsson (B), Þórarinn Ingi Pétursson (B) og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (D). Eftirfarandi þingmenn höfnuðu tillögu nefndarinnar Andrés Ingi Jónsson (P), Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P), Björn Leví Gunnarsson (P), Halldóra Mogensen (P), Indriði Ingi Stefánsson (P). Eftirfarandi þingmenn greiddu ekki atkvæði Gísli Rafn Ólafsson (P), Guðbrandur Einarsson (C), Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V), Helga Vala Helgadóttir (S), Jódís Skúladóttir (V), Jóhann Páll Jóhannsson (S), Kristrún Frostadóttir (S), Logi Einarsson (S), María Rut Kristinsdóttir (C), Oddný G. Harðardóttir (S), Orri Páll Jóhannsson (V), Sigmar Guðmundsson (C), Svandís Svavarsdóttir (V), Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (C), Þorgerður K. Gunnarsdóttir (C) og Þórunn Sveinbjarnardóttir (S). Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33 „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. 25. nóvember 2021 20:33
„Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52