Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skoðar nú hvort börnin verði bólusett.Vísir/Vilhelm
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára.
Lyfjastofnun Evrópu samþykkti í dag notkun bóluefnis Pfizer fyrir þennan aldurshóp. Má reikna með því að efnið fái markaðsleyfi hér á landi á næstunni.
Bóluefnið hefur þegar verið pantað og er væntanlegt til landsins í lok desember.
Fjórða bylgja faraldursins hefur að hluta verið borin uppi af óbólusettum börnum á grunnskólaaldri.
Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn Covid-19. Á leyfið þó einungis við um bóluefni Pfizer en þegar hefur notkun þess verið heimiluð öllum tólf ára og eldri.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.