Sentist með ísskápa en varð svo hetja AC Milan í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 16:30 Junior Messias fagnar markinu mikilvæga gegn Atlético Madrid í gærkvöld. Saga hans er stórmerkileg. Getty/Irina R.Hipolito Fyrir þremur árum sá Junior Messias fyrir sér með því að sendast með ísskápa og uppþvottavélar. Í gær var þessi þrítugi Brasilíumaður hetja AC Milan í dýrmætum sigri gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Er hægt að fara frá því að spila í ítölsku D-deildinni, orðinn 27 ára gamall, í að spila með einu sögufrægasta og besta liði Ítalíu, í bestu deild heims? Svarið er já. „Mig langaði að gráta. Allt sem ég hef gengið í gegnum flaug í gegnum hausinn. Miklar tilfinningar. Ég hugsaði um Guð. Öll mín saga er skrifuð af honum,“ sagði Messias í mikilli geðshræringu eftir leik í gærkvöld. Hann skoraði eina mark leiksins, í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni, þegar Milan vann Atlético á útivelli 1-0. Sigurinn gaf Milan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Junior Messias Delivery driver & amateur football player. (25 years old) Official Serie B debut (28 years old) Official Serie A debut (29 years old) Champions League debut & 87th minute winner (30 years old) It s never too late, guys. pic.twitter.com/cLChN7GGhb— 433 (@433) November 24, 2021 Messias flutti tvítugur frá Brasilíu til Ítalíu ásamt konu sinni og barni, til móts við bróður sinn í Tórínó. Þar lék hann sér í fótbolta með áhugamannaliði en starfaði sem fyrr segir sem sendill og einnig í byggingavinnu. Alveg fram yfir tímabilið 2017-18 hafði Messias ekki leikið í sterkari deild en ítölsku D-deildinni. Þar spilaði hann með Gozzano, eftir að hafa einnig leikið með Chieri og Casale. Messias komst með Gozzano upp í C-deild sumarið 2018 og lék þar í hálft ár áður en Crotone ákvað að festa kaup á honum. Þar skoraði hann sex mörk og átti sex stoðsendingar, í 34 leikjum, og átti ríkan þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Suárez og Zlatan en Messias skoraði Messias lék því sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð, og reyndist fullfær um að spila þar. Hann skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar. Þó að Crotone hafi fallið þá var Messias búinn að stimpla sig inn, og AC Milan hafði samband og fékk hann til sín að láni í sumar. Eftir að hafa fengið að koma inn á í tveimur leikjum hjá Milan í ítölsku A-deildinni, kom Messias inn á í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í gær. Og þó að kappar á borð við Zlatan Ibrahimovic, Luis Suárez, Olivier Giroud og Antoine Griezmann hafi verið á vellinum í Madrid þá var Messias sá eini sem kom boltanum í netið. Spennandi verður að sjá hvað Guð er með í huga varðandi næsta kafla á þessum óhefðbundna knattspyrnuferli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
Er hægt að fara frá því að spila í ítölsku D-deildinni, orðinn 27 ára gamall, í að spila með einu sögufrægasta og besta liði Ítalíu, í bestu deild heims? Svarið er já. „Mig langaði að gráta. Allt sem ég hef gengið í gegnum flaug í gegnum hausinn. Miklar tilfinningar. Ég hugsaði um Guð. Öll mín saga er skrifuð af honum,“ sagði Messias í mikilli geðshræringu eftir leik í gærkvöld. Hann skoraði eina mark leiksins, í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni, þegar Milan vann Atlético á útivelli 1-0. Sigurinn gaf Milan möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Junior Messias Delivery driver & amateur football player. (25 years old) Official Serie B debut (28 years old) Official Serie A debut (29 years old) Champions League debut & 87th minute winner (30 years old) It s never too late, guys. pic.twitter.com/cLChN7GGhb— 433 (@433) November 24, 2021 Messias flutti tvítugur frá Brasilíu til Ítalíu ásamt konu sinni og barni, til móts við bróður sinn í Tórínó. Þar lék hann sér í fótbolta með áhugamannaliði en starfaði sem fyrr segir sem sendill og einnig í byggingavinnu. Alveg fram yfir tímabilið 2017-18 hafði Messias ekki leikið í sterkari deild en ítölsku D-deildinni. Þar spilaði hann með Gozzano, eftir að hafa einnig leikið með Chieri og Casale. Messias komst með Gozzano upp í C-deild sumarið 2018 og lék þar í hálft ár áður en Crotone ákvað að festa kaup á honum. Þar skoraði hann sex mörk og átti sex stoðsendingar, í 34 leikjum, og átti ríkan þátt í að koma liðinu upp í efstu deild. Suárez og Zlatan en Messias skoraði Messias lék því sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð, og reyndist fullfær um að spila þar. Hann skoraði níu mörk og átti fjórar stoðsendingar. Þó að Crotone hafi fallið þá var Messias búinn að stimpla sig inn, og AC Milan hafði samband og fékk hann til sín að láni í sumar. Eftir að hafa fengið að koma inn á í tveimur leikjum hjá Milan í ítölsku A-deildinni, kom Messias inn á í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í gær. Og þó að kappar á borð við Zlatan Ibrahimovic, Luis Suárez, Olivier Giroud og Antoine Griezmann hafi verið á vellinum í Madrid þá var Messias sá eini sem kom boltanum í netið. Spennandi verður að sjá hvað Guð er með í huga varðandi næsta kafla á þessum óhefðbundna knattspyrnuferli.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira