Innlent

Telja að mannvirki muni þola hlaupið

Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag.

GPS-mælingar sýna að íshellan ofan á Grímsvötnum er byrjuð að síga sem bendir fastlega til að hlaup sé að hefjast.

Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þetta þýði að vatnsgeymirinn upp í Grímsvötnum sé að fara að tæmast.

„Þá rennur vatnið undir Skeiðarárjökul og kemur fram í Gígjukvísl og rennur svo þar til sjávar og undir brúnna yfir þjóðveginn. Sérfræðingar sem við hittum í dag frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni telja að þetta hlaup verði eitthvað um fimm þúsund rúmmetrar og að mannvirki sem eru á þessum stað ættu í rauninni að þola þetta áhlaup.“ Nú sé einkum fylgst með því hvort gos komi til með að fylgja jökulhlaupinu.

Eldgos í Grímsvötnum eru sprengigos þar sem öll kvikan sem kemur upp sundrast og dreifist undan vindi sem aska. Slíkt sást síðast í eldgosinu í Grímsvötnum árið 2011.

„Við búumst við því að við sjáum vatnið koma undir jökli á svona næstu einum til tveimur dögum, það gæti náð hugsanlega hámarki á svona fjórum til átta dögum og einhvern tímann í þessu ferli, eða miklu síðar eins og jarðfræðingum er tamt að segja, þá gæti komið eldgos í Grímsvötnum. En tíminn verður að leiða það í ljós,“ segir Björn.


Tengdar fréttir

Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag.

Íshellan í Grímsvötnum farin að síga

Íshellan í Grímsvötnum er farin að síga. Þetta benda nýjar mælingar Veðurstofu Íslands í Grímsvötnum til. Gæti þetta verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.