Fyrirtæki hefur þurft að loka vegna faraldursins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. nóvember 2021 20:32 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélagið í Grundarfirði síðustu daga. Vísir/Egill Kórónuveirufaraldurinn hefur skollið á íbúa Grundarfjarðar síðustu daga af fullum þunga en fjórðungur þeirra er nú annað hvort í einangrun eða í sóttkví. Í gær greindust 147 með veiruna á landinu öllu. Nokkrir af þeim eru íbúar Grundafjarðabæjar. Nú eru alls 213 íbúar í bænum í einangrun eða sóttkví en íbúar eru alls 860. „Þetta er um fjórðungur, 25% og það er fyrir utan þá foreldra sem eru þá ekki skráðir og þurfa þá að vera með börn sín en uppistaðan eru börn um tólf ára og yngri,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Skólastarf í bænum hefur legið niðri vegna faraldursins. Börnin lítið veik „Við höfum í þessari viku haft leikskólann og grunnskólann lokaða og íþróttastarfsemi og félagsstarf og svoleiðis. Líka hjá eldri borgurum og það svona leiðir af sjálfu sér. Það var mjög stór skimun í morgun, öll börn og starfsfólk í leikskólum, og við þurfum að sjá svona hver niðurstaðan úr því verður í kvöld. Hins vegar sjáum við ekki fram á að það sé skynsamlegt að hafa opið á morgun og hinn en við erum aðeins að skoða forgangshópana.“ Björg segir börn vera stóran hluta þeirra sem er með veiruna en þau séu flest lítið veik. „Mér finnst börnin almennt ekki veik. Kannski bara svona svolítið eins og venjulegar pestar eða jafnvel ekki veik. En það eru alveg dæmi, þó maður geti ekki farið út í það sérstaklega, í þar síðustu viku þar sem voru sjúkraflutningar og jafnvel alvarleg tilfelli þannig maður skyldi ekki taka þessu af léttúð. En auðvitað er þetta eitthvað sem við erum læra að lifa með,“ segir Björg. Þurft að loka fiskvinnslu Fjórir togarar eru gerðir út frá bænum og eru allir á leið um borð hraðprófaðir. Þá er tvo stór sjávarútvegsfyrirtæki í bænum sem hafa fundið fyrir því hversu margir íbúar hafa fengið veiruna. „Annað þeirra sem hefur þurft að loka en vonandi getur opnað aftur á morgun. Það er saltfiskvinnsla hjá Soffaníasi Cecilssyni.“ Jólavertíðin sé fyrirtækinu mjög mikilvæg og því mikið í húfi að það náist að hefja framleiðslu þar sem fyrst aftur. Björg vonar að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til skili árangri. „Það munar um hvern einasta dag sem við náum að stytta þetta um.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grundarfjörður Tengdar fréttir Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í gær greindust 147 með veiruna á landinu öllu. Nokkrir af þeim eru íbúar Grundafjarðabæjar. Nú eru alls 213 íbúar í bænum í einangrun eða sóttkví en íbúar eru alls 860. „Þetta er um fjórðungur, 25% og það er fyrir utan þá foreldra sem eru þá ekki skráðir og þurfa þá að vera með börn sín en uppistaðan eru börn um tólf ára og yngri,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Skólastarf í bænum hefur legið niðri vegna faraldursins. Börnin lítið veik „Við höfum í þessari viku haft leikskólann og grunnskólann lokaða og íþróttastarfsemi og félagsstarf og svoleiðis. Líka hjá eldri borgurum og það svona leiðir af sjálfu sér. Það var mjög stór skimun í morgun, öll börn og starfsfólk í leikskólum, og við þurfum að sjá svona hver niðurstaðan úr því verður í kvöld. Hins vegar sjáum við ekki fram á að það sé skynsamlegt að hafa opið á morgun og hinn en við erum aðeins að skoða forgangshópana.“ Björg segir börn vera stóran hluta þeirra sem er með veiruna en þau séu flest lítið veik. „Mér finnst börnin almennt ekki veik. Kannski bara svona svolítið eins og venjulegar pestar eða jafnvel ekki veik. En það eru alveg dæmi, þó maður geti ekki farið út í það sérstaklega, í þar síðustu viku þar sem voru sjúkraflutningar og jafnvel alvarleg tilfelli þannig maður skyldi ekki taka þessu af léttúð. En auðvitað er þetta eitthvað sem við erum læra að lifa með,“ segir Björg. Þurft að loka fiskvinnslu Fjórir togarar eru gerðir út frá bænum og eru allir á leið um borð hraðprófaðir. Þá er tvo stór sjávarútvegsfyrirtæki í bænum sem hafa fundið fyrir því hversu margir íbúar hafa fengið veiruna. „Annað þeirra sem hefur þurft að loka en vonandi getur opnað aftur á morgun. Það er saltfiskvinnsla hjá Soffaníasi Cecilssyni.“ Jólavertíðin sé fyrirtækinu mjög mikilvæg og því mikið í húfi að það náist að hefja framleiðslu þar sem fyrst aftur. Björg vonar að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til skili árangri. „Það munar um hvern einasta dag sem við náum að stytta þetta um.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grundarfjörður Tengdar fréttir Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Getur enn brugðið til beggja vona þó bylgjan sé á hægri niðurleið Svo virðist sem fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi sé á hægri niðurleið. Sóttvarnalæknir segir að enn geti þó brugðið til beggja vona. 24. nóvember 2021 12:12