Innlent

Höfnuðu Heiðr en samþykktu Ullr með tilvísun í Eddukvæði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það dugði til að nafnið Ullr er að finna í Eddukvæðum.
Það dugði til að nafnið Ullr er að finna í Eddukvæðum.

Mannanafnanefnd hefur hafnað því að heimila eiginnöfnin Geitin, Frostsólarún, Heiðr og Winter. Hún hefur hins vegnar lagt blessun sína yfir eiginnöfnin Erykah, Ullr, Leonardo, Gottlieb, Gunni, Éljagrímur, Ítalía, Arún, Lílú og Lán.

Þá hafa millinöfnin Eldhamar og Kaldakvísl hlotið náð fyrir augum nefndarinnar.

Geitin var hafnað með þeim rökum að ekki væri hefð fyrir því að nöfn bæru ákveðinn greini en Frostsólarún á þeim forsendum að um væri að ræða þríliða nafn, samsett úr þremur rótum.

Heiðr var hafnað vegna þess að það telst ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita nefnifallsmynd nafnsins án a. Ullr var hins vegar samþykkt með vísan til þess að nafnið kæmi fyrir í þessari ritmynd í „alþekktum útgáfum á Eddukvæðum“ og því teldist nafnið hafa unnið sér menningarhelgi samkvæmt vinnulagsreglum mannanafnanefndar.

Úrskurðir mannanafnanefndar.


Tengdar fréttir

Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×