Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 18:12 Dýraverndunarsamtökin fylgdust með þessari meri slasaðri í fjóra daga, áður en hún var tekin inn í hús. Animal Welfare Foundation Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. Mikið hefur verið fjallað um blóðtökur mera eftir að alþjóðleg dýraverndunarsamtök frumsýndu heimildarmynd, sem varpaði ljósi á slæma meðferð á hryssunum á nokkrum bæjum. Matvælastofnun hefur upplýst um að almennt sé aðbúnaður góður og eftirlit strangt, en að þessi atvik verði rannsökuð ofan í kjölinn. Blóðtökutímabilið varir að hámarki í tvo mánuði, síðsumars og fram á haust. Tekið er vikulega úr hryssunum, allt að fimm lítra í senn, átta sinnum að hámarki. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er þó sjaldgæft að svo mikið blóð sé tekið úr hestunum. Þá sýni rannsóknir fram á að blóðtakan sé innan ásættanlegra marka fyrir heilsu þeirra og velferð, og að hryssurnar eigi auðvelt með að vega upp blóðtapið. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum frá degi fjörutíu á meðgöngu og blóðtakan hefst í kjölfarið. Tekið er vikulega úr þeim, svo lengi sem hormónið mælist í blóðinu. Blóðtakan hefur verið stunduð hér í yfir fjörutíu ár og er tilgangurinn að safna hormóninu eCG sem notað er til framleiðslu frjósemislyfja svína til manneldis. Þjáðist dögum saman Í heimildarmyndinni má dæmi um að hrossin séu barin og slegin, tjóðruð niður og geymd í þröngum blóðtökubásum. Þá er sömuleiðis fylgst með hryssu sem sýnilega var slösuð á fæti, með fimm sentímetra sár, sem var orðið sýkt og farið að grafa í. Í umfangsmikilli skýrslu dýraverndunarsamtakanna, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að búið hafi verið að spreyja bláum sótthreinsivökva á sárið en að slík meðferð eigi einungis við um grunn sár. Hópurinn fylgdist með merinni í fjóra daga og fékk þá svar frá Matvælastofnun þar sem honum var bent á að hafa samband við lögreglu. Líftæknifyrirtækið Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera hér á landi en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Arnþór Guðlaugsson, forstjóri Ísteka, segir hins vegar í skriflegu svari að fyrirtækið sé sjálft með blóðmerahald, og hafi verið með á milli tvö til þrjú hundruð hryssur í blóðgjöfum á þessu ári á nokkrum bæjum. Umhirða hrossanna sé í höndum utanaðkomandi aðila og eftirlit með þeim sé eins og hjá öðrum bændum. „Hagnaður/tap af þessum hryssum hefur ekki verið reiknaður sérstaklega,“ segir Arnþór í svari sínu. Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku hefur á síðustu árum verið lokað. Matvælastofnun segir í skriflegu svari að rannsókn málsins sé enn á frumstigi. Spurð hvort einhver mál séu komin á borð lögreglu, eða hafi komið á borð lögreglu á undanförnum fimm árum, er svarið nei. Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 „Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. 22. nóvember 2021 20:00 Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. 23. nóvember 2021 13:06 Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. 23. nóvember 2021 12:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um blóðtökur mera eftir að alþjóðleg dýraverndunarsamtök frumsýndu heimildarmynd, sem varpaði ljósi á slæma meðferð á hryssunum á nokkrum bæjum. Matvælastofnun hefur upplýst um að almennt sé aðbúnaður góður og eftirlit strangt, en að þessi atvik verði rannsökuð ofan í kjölinn. Blóðtökutímabilið varir að hámarki í tvo mánuði, síðsumars og fram á haust. Tekið er vikulega úr hryssunum, allt að fimm lítra í senn, átta sinnum að hámarki. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er þó sjaldgæft að svo mikið blóð sé tekið úr hestunum. Þá sýni rannsóknir fram á að blóðtakan sé innan ásættanlegra marka fyrir heilsu þeirra og velferð, og að hryssurnar eigi auðvelt með að vega upp blóðtapið. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum frá degi fjörutíu á meðgöngu og blóðtakan hefst í kjölfarið. Tekið er vikulega úr þeim, svo lengi sem hormónið mælist í blóðinu. Blóðtakan hefur verið stunduð hér í yfir fjörutíu ár og er tilgangurinn að safna hormóninu eCG sem notað er til framleiðslu frjósemislyfja svína til manneldis. Þjáðist dögum saman Í heimildarmyndinni má dæmi um að hrossin séu barin og slegin, tjóðruð niður og geymd í þröngum blóðtökubásum. Þá er sömuleiðis fylgst með hryssu sem sýnilega var slösuð á fæti, með fimm sentímetra sár, sem var orðið sýkt og farið að grafa í. Í umfangsmikilli skýrslu dýraverndunarsamtakanna, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að búið hafi verið að spreyja bláum sótthreinsivökva á sárið en að slík meðferð eigi einungis við um grunn sár. Hópurinn fylgdist með merinni í fjóra daga og fékk þá svar frá Matvælastofnun þar sem honum var bent á að hafa samband við lögreglu. Líftæknifyrirtækið Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera hér á landi en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Arnþór Guðlaugsson, forstjóri Ísteka, segir hins vegar í skriflegu svari að fyrirtækið sé sjálft með blóðmerahald, og hafi verið með á milli tvö til þrjú hundruð hryssur í blóðgjöfum á þessu ári á nokkrum bæjum. Umhirða hrossanna sé í höndum utanaðkomandi aðila og eftirlit með þeim sé eins og hjá öðrum bændum. „Hagnaður/tap af þessum hryssum hefur ekki verið reiknaður sérstaklega,“ segir Arnþór í svari sínu. Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku hefur á síðustu árum verið lokað. Matvælastofnun segir í skriflegu svari að rannsókn málsins sé enn á frumstigi. Spurð hvort einhver mál séu komin á borð lögreglu, eða hafi komið á borð lögreglu á undanförnum fimm árum, er svarið nei.
Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 „Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. 22. nóvember 2021 20:00 Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. 23. nóvember 2021 13:06 Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. 23. nóvember 2021 12:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06
„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. 22. nóvember 2021 20:00
Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. 23. nóvember 2021 13:06
Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. 23. nóvember 2021 12:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels