Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 18:12 Dýraverndunarsamtökin fylgdust með þessari meri slasaðri í fjóra daga, áður en hún var tekin inn í hús. Animal Welfare Foundation Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. Mikið hefur verið fjallað um blóðtökur mera eftir að alþjóðleg dýraverndunarsamtök frumsýndu heimildarmynd, sem varpaði ljósi á slæma meðferð á hryssunum á nokkrum bæjum. Matvælastofnun hefur upplýst um að almennt sé aðbúnaður góður og eftirlit strangt, en að þessi atvik verði rannsökuð ofan í kjölinn. Blóðtökutímabilið varir að hámarki í tvo mánuði, síðsumars og fram á haust. Tekið er vikulega úr hryssunum, allt að fimm lítra í senn, átta sinnum að hámarki. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er þó sjaldgæft að svo mikið blóð sé tekið úr hestunum. Þá sýni rannsóknir fram á að blóðtakan sé innan ásættanlegra marka fyrir heilsu þeirra og velferð, og að hryssurnar eigi auðvelt með að vega upp blóðtapið. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum frá degi fjörutíu á meðgöngu og blóðtakan hefst í kjölfarið. Tekið er vikulega úr þeim, svo lengi sem hormónið mælist í blóðinu. Blóðtakan hefur verið stunduð hér í yfir fjörutíu ár og er tilgangurinn að safna hormóninu eCG sem notað er til framleiðslu frjósemislyfja svína til manneldis. Þjáðist dögum saman Í heimildarmyndinni má dæmi um að hrossin séu barin og slegin, tjóðruð niður og geymd í þröngum blóðtökubásum. Þá er sömuleiðis fylgst með hryssu sem sýnilega var slösuð á fæti, með fimm sentímetra sár, sem var orðið sýkt og farið að grafa í. Í umfangsmikilli skýrslu dýraverndunarsamtakanna, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að búið hafi verið að spreyja bláum sótthreinsivökva á sárið en að slík meðferð eigi einungis við um grunn sár. Hópurinn fylgdist með merinni í fjóra daga og fékk þá svar frá Matvælastofnun þar sem honum var bent á að hafa samband við lögreglu. Líftæknifyrirtækið Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera hér á landi en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Arnþór Guðlaugsson, forstjóri Ísteka, segir hins vegar í skriflegu svari að fyrirtækið sé sjálft með blóðmerahald, og hafi verið með á milli tvö til þrjú hundruð hryssur í blóðgjöfum á þessu ári á nokkrum bæjum. Umhirða hrossanna sé í höndum utanaðkomandi aðila og eftirlit með þeim sé eins og hjá öðrum bændum. „Hagnaður/tap af þessum hryssum hefur ekki verið reiknaður sérstaklega,“ segir Arnþór í svari sínu. Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku hefur á síðustu árum verið lokað. Matvælastofnun segir í skriflegu svari að rannsókn málsins sé enn á frumstigi. Spurð hvort einhver mál séu komin á borð lögreglu, eða hafi komið á borð lögreglu á undanförnum fimm árum, er svarið nei. Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 „Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. 22. nóvember 2021 20:00 Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. 23. nóvember 2021 13:06 Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. 23. nóvember 2021 12:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um blóðtökur mera eftir að alþjóðleg dýraverndunarsamtök frumsýndu heimildarmynd, sem varpaði ljósi á slæma meðferð á hryssunum á nokkrum bæjum. Matvælastofnun hefur upplýst um að almennt sé aðbúnaður góður og eftirlit strangt, en að þessi atvik verði rannsökuð ofan í kjölinn. Blóðtökutímabilið varir að hámarki í tvo mánuði, síðsumars og fram á haust. Tekið er vikulega úr hryssunum, allt að fimm lítra í senn, átta sinnum að hámarki. Samkvæmt upplýsingum frá MAST er þó sjaldgæft að svo mikið blóð sé tekið úr hestunum. Þá sýni rannsóknir fram á að blóðtakan sé innan ásættanlegra marka fyrir heilsu þeirra og velferð, og að hryssurnar eigi auðvelt með að vega upp blóðtapið. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum frá degi fjörutíu á meðgöngu og blóðtakan hefst í kjölfarið. Tekið er vikulega úr þeim, svo lengi sem hormónið mælist í blóðinu. Blóðtakan hefur verið stunduð hér í yfir fjörutíu ár og er tilgangurinn að safna hormóninu eCG sem notað er til framleiðslu frjósemislyfja svína til manneldis. Þjáðist dögum saman Í heimildarmyndinni má dæmi um að hrossin séu barin og slegin, tjóðruð niður og geymd í þröngum blóðtökubásum. Þá er sömuleiðis fylgst með hryssu sem sýnilega var slösuð á fæti, með fimm sentímetra sár, sem var orðið sýkt og farið að grafa í. Í umfangsmikilli skýrslu dýraverndunarsamtakanna, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að búið hafi verið að spreyja bláum sótthreinsivökva á sárið en að slík meðferð eigi einungis við um grunn sár. Hópurinn fylgdist með merinni í fjóra daga og fékk þá svar frá Matvælastofnun þar sem honum var bent á að hafa samband við lögreglu. Líftæknifyrirtækið Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera hér á landi en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Arnþór Guðlaugsson, forstjóri Ísteka, segir hins vegar í skriflegu svari að fyrirtækið sé sjálft með blóðmerahald, og hafi verið með á milli tvö til þrjú hundruð hryssur í blóðgjöfum á þessu ári á nokkrum bæjum. Umhirða hrossanna sé í höndum utanaðkomandi aðila og eftirlit með þeim sé eins og hjá öðrum bændum. „Hagnaður/tap af þessum hryssum hefur ekki verið reiknaður sérstaklega,“ segir Arnþór í svari sínu. Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku hefur á síðustu árum verið lokað. Matvælastofnun segir í skriflegu svari að rannsókn málsins sé enn á frumstigi. Spurð hvort einhver mál séu komin á borð lögreglu, eða hafi komið á borð lögreglu á undanförnum fimm árum, er svarið nei.
Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 „Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. 22. nóvember 2021 20:00 Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. 23. nóvember 2021 13:06 Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. 23. nóvember 2021 12:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06
„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. 22. nóvember 2021 20:00
Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. 23. nóvember 2021 13:06
Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. 23. nóvember 2021 12:45