Meðferðin til háborinnar skammar en leggur ekki mat á hvort hætta þurfi blóðtökunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 12:45 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku vera til háborinnar skammar. Hann vill þó ekki leggja mat á það hvort hætta þurfi þessari starfsemi. „Matvælastofnun á að hafa yfirlit fyrir þetta og ég vænti þess að tekið verði á þessum háttum af fullri alvöru og sem skjótast,“ segir Kristján Þór. Heimildarmynd sem birt var í gær um blóðtöku mera hér á landi hefur vakið gríðarlega athygli, hér á landi og víða um heim, en í myndinni sjást bændur beita hryssurnar miklu og grófu ofbeldi. „Þetta er þeim til háborinnar skammar sem að þessu koma með þessum hætti sem myndin dregur fram,“ segir Kristján Þór. „Ég er ekki á þeim stað að við séum í stakk búin til að ákveða hvort við eigum að hætta þessu hér og nú. En það er augljóst af þeim upplýsingum sem við höfum fengið að það eru ákveðnir vankantar á þessu.“ Efast um að slæm meðferð sé viðhöfð alls staðar Fréttastofa náði tali af ríkisstjórninni að loknum fundi þeirra í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og dýralæknir, segir að myndin hafi vakið óhug hjá sér en efast um að þessi slæma meðferð sé viðhöfð alls staðar. „Ég held að þetta geti ekki verið svona, af því litla sem ég þekki til þessa,“ segir hann, en vill heldur ekki meta það hvort láta þurfi af starfseminni. „Þetta getur allavega ekki átt sér stað með þessum hætti og ég veit að Matvælastofnun hefur verið að auka eftirlit sitt á síðustu árum. Ég veit líka til þess, þar sem þetta er gert með öðrum hætti, að þar eru þessi vinnubrögð allt önnur.“ Aðspurð bendir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á landbúnaðarráðuneytið í þessum málum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu. Það skiptir miklu máli að við tryggjum velferð dýra og þetta vekur sannarlega upp spurningar um hana.“ Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
„Matvælastofnun á að hafa yfirlit fyrir þetta og ég vænti þess að tekið verði á þessum háttum af fullri alvöru og sem skjótast,“ segir Kristján Þór. Heimildarmynd sem birt var í gær um blóðtöku mera hér á landi hefur vakið gríðarlega athygli, hér á landi og víða um heim, en í myndinni sjást bændur beita hryssurnar miklu og grófu ofbeldi. „Þetta er þeim til háborinnar skammar sem að þessu koma með þessum hætti sem myndin dregur fram,“ segir Kristján Þór. „Ég er ekki á þeim stað að við séum í stakk búin til að ákveða hvort við eigum að hætta þessu hér og nú. En það er augljóst af þeim upplýsingum sem við höfum fengið að það eru ákveðnir vankantar á þessu.“ Efast um að slæm meðferð sé viðhöfð alls staðar Fréttastofa náði tali af ríkisstjórninni að loknum fundi þeirra í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og dýralæknir, segir að myndin hafi vakið óhug hjá sér en efast um að þessi slæma meðferð sé viðhöfð alls staðar. „Ég held að þetta geti ekki verið svona, af því litla sem ég þekki til þessa,“ segir hann, en vill heldur ekki meta það hvort láta þurfi af starfseminni. „Þetta getur allavega ekki átt sér stað með þessum hætti og ég veit að Matvælastofnun hefur verið að auka eftirlit sitt á síðustu árum. Ég veit líka til þess, þar sem þetta er gert með öðrum hætti, að þar eru þessi vinnubrögð allt önnur.“ Aðspurð bendir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á landbúnaðarráðuneytið í þessum málum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu. Það skiptir miklu máli að við tryggjum velferð dýra og þetta vekur sannarlega upp spurningar um hana.“
Dýraheilbrigði Dýr Hestar Blóðmerahald Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira