Eigendur Liverpool vilja kaupa annað íþróttafélag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 10:00 John Henry og eignkona hans Linda Pizzuti Henry eftir Meistaradeildarsigur Liverpool liðsins árið 2019. Getty/John Powell Eigendur Liverpool hafa ekki verið tilbúnir að eyða mikið í nýja leikmenn síðustu árin en þeir vilja aftur á móti eignast annað íþróttafélag. Fenway Sports Group eignarhaldsfélagið er nú sagt komið langt með það að kaupa bandaríska íshokkífélagið Pittsburgh Penguins og kaupverðið er sagt vera meira 112 milljarðar íslenskra króna. NEW: Fenway Sports Group is in advanced talks to purchase the Pittsburgh Penguins. The group, principally owned by John Henry, owns the Boston Red Sox and Liverpool FC and is part owner of the Roush Fenway Keselowski Racing NASCAR team. #awlive [wall street journal] pic.twitter.com/gluvBk52KU— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2021 John W. Henry stofnaði eignarhaldsfélagið fyrir tveimur áratugum og þeir keyptu fyrst bandaríska hafnarboltafélagið Boston Red Sox árið 2002. Það er nú orðið eitt verðmætasta hafnarboltafélag heims. Seinna keypti Fenway Sports Group enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og helminginn í NASCAR félaginu Roush Fenway Racing. Félögin þrjú eru nú átta milljarða Bandaríkjadala virði. Nýjasta félagið í hópnum gæti verið lið sem er líklegt til afreka. Pittsburgh Penguins er eitt af stóru félögunum í bandaríska íshokkíinu og hefur unnið Stanley bikarinn tvisvar á síðustu fimm árum. Ron Burkle og fyrrum leikmaðurinn Mario Lemieux eignuðust Penguins félagið árið 1999 þegar það var við það að vera gjaldþrota. Lemieux var þá leikmaður þess sem félagið skuldaði meira en fjörutíu milljónir dollara í laun. Hann samþykkti að eignast hlut í félaginu í stað skuldarinnar. Why Liverpool owners FSG are making £600m move for new team.@_DavePowell with the latest #LFC https://t.co/0PbRt0kpxV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 17, 2021 Nú lítur út fyrir að John W Henry og félagar ætti að borga 855 milljónir Bandaríkjadala fyrir bandaríska NHL-félagið samkvæmt frétt Wall Street Journal. Eigendurnir ætluðu sér ekki að selja félagið en tilboðið frá eigendum Liverpool virðist vera það gott að þeir séu til. Það hjálpar líka örugglega að allir yfirmenn munu halda sínum störfum og nú verðandi fyrrum eigandi, Lemieux, fær að vera áfram stjórnarformaður. Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Fenway Sports Group eignarhaldsfélagið er nú sagt komið langt með það að kaupa bandaríska íshokkífélagið Pittsburgh Penguins og kaupverðið er sagt vera meira 112 milljarðar íslenskra króna. NEW: Fenway Sports Group is in advanced talks to purchase the Pittsburgh Penguins. The group, principally owned by John Henry, owns the Boston Red Sox and Liverpool FC and is part owner of the Roush Fenway Keselowski Racing NASCAR team. #awlive [wall street journal] pic.twitter.com/gluvBk52KU— Anfield Watch (@AnfieldWatch) November 16, 2021 John W. Henry stofnaði eignarhaldsfélagið fyrir tveimur áratugum og þeir keyptu fyrst bandaríska hafnarboltafélagið Boston Red Sox árið 2002. Það er nú orðið eitt verðmætasta hafnarboltafélag heims. Seinna keypti Fenway Sports Group enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool og helminginn í NASCAR félaginu Roush Fenway Racing. Félögin þrjú eru nú átta milljarða Bandaríkjadala virði. Nýjasta félagið í hópnum gæti verið lið sem er líklegt til afreka. Pittsburgh Penguins er eitt af stóru félögunum í bandaríska íshokkíinu og hefur unnið Stanley bikarinn tvisvar á síðustu fimm árum. Ron Burkle og fyrrum leikmaðurinn Mario Lemieux eignuðust Penguins félagið árið 1999 þegar það var við það að vera gjaldþrota. Lemieux var þá leikmaður þess sem félagið skuldaði meira en fjörutíu milljónir dollara í laun. Hann samþykkti að eignast hlut í félaginu í stað skuldarinnar. Why Liverpool owners FSG are making £600m move for new team.@_DavePowell with the latest #LFC https://t.co/0PbRt0kpxV— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 17, 2021 Nú lítur út fyrir að John W Henry og félagar ætti að borga 855 milljónir Bandaríkjadala fyrir bandaríska NHL-félagið samkvæmt frétt Wall Street Journal. Eigendurnir ætluðu sér ekki að selja félagið en tilboðið frá eigendum Liverpool virðist vera það gott að þeir séu til. Það hjálpar líka örugglega að allir yfirmenn munu halda sínum störfum og nú verðandi fyrrum eigandi, Lemieux, fær að vera áfram stjórnarformaður.
Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira