Erlent

Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp

Samúel Karl Ólason skrifar
AP21326102717443
AP/Jeffrey Phelps

Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks.

AP fréttaveitan segir lögreglu vera með aðila í haldi sem verið sé að ræða við um glæp sem á að hafa verið framinn með hníf. Lögreglan hefur að öðru leyti varist allra fregna af atvikinu í gær en segir rannsókn á frumstigi.

Þó lögreglan hafi ekki opinberað hver ökumaðurinn er beinast spjótin að 39 ára gömlum manni með langan sakaferil að baki. 

Myndbönd frá Waukesha sýndu jeppa ekið á mikilli ferð eftir götum borgarinnar og í gegnum vegatálma. Við það skaut einn lögregluþjónn á bílinn en ekki liggur fyrir hvort hann hæfði ökumanninn.

Þau sýndu einnig þegar jeppanum var ekið á fólk og inn í þvögur fólks.


Tengdar fréttir

Fimm látnir eftir að jeppi ók inn í jólaskrúðgöngu

Fimm eru látnir og rúmlega fjörutíu slasaðir eftir að jeppi ók inn í jólaskrúðgöngu í Wisconsin í Bandaríkjunum. Atburðurinn átti sér stað í borginni Waukesha sem er í grennd við Milwaukee.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.