Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 13:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki spenntur fyrir bólusetningarskyldu. Vísir/Vilhelm Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira