Fótbolti

Albert spilaði í jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert og Jesper voru ekki á skotskónum í kvöld.
Albert og Jesper voru ekki á skotskónum í kvöld. vísir/getty

Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar náðu ekki að lyfta sér upp í efri hluta hollensku úrvalsdeildarinnar þegar þeir fengu NEC Nijmegen í heimsókn í kvöld.

Albert var í byrjunarliði AZ Alkmaar og lék fyrstu 64 mínútur leiksins en þá var honum skipt af velli.

Þá var staðan 0-1 fyrir gestina frá Nijmegen eftir að Jordy Brujin hafði skorað strax á níundu mínutu leiksins.

AZ náði að bjarga stiginu á ögurstundu því varamaðurinn Zakaria Aboukhlal jafnaði metin fyrir heimamenn þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Lokatölur 1-1 og AZ áfram í 11.sæti deildarinnar með sextán stig eftir tólf leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.