Fótbolti

Vestmannaeyingar sækja liðsstyrk í Vesturbæinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frá Kórdrengjum til Vestmannaeyja
Frá Kórdrengjum til Vestmannaeyja Facebook/Kórdrengir

Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson er genginn til liðs við nýliða efstu deildar, ÍBV.

Alex Freyr kemur til Eyjamanna frá KR en hann lék sem lánsmaður hjá Kórdrengum í Lengjudeildinni hluta úr síðasta tímabili. ÍBV var einmitt í harðri keppni við Kórdrengi um annað sæti deildarinnar og höfðu að lokum betur í þeirri baráttu.

Þessi 28 ára gamli miðjumaður hefur einnig leikið fyrir Grindavík, Víking og Sindra, þar sem hann er uppalinn.

Hann gerir þriggja ára samning við ÍBV en fram kemur í tilkynningu Eyjamanna að Alex sé menntaður sjávarútvegsfræðingur og muni flytjast búferlum til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni.

Hermann Hreiðarsson tók við stjórnartaumunum hjá Eyjamönnum í haust og mun stýra liðinu næsta sumar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.