Innlent

Tekinn á 105 á 60-götu og kvaðst vera að flýta sér

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan fylgdist grannt með ástandi ökumanna sem fóru um Bústaðaveg í gærkvöldi og nótt.
Lögreglan fylgdist grannt með ástandi ökumanna sem fóru um Bústaðaveg í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann bifreiðar í Hlíðunum fyrir of hraðan akstur, en viðkomandi ók langt yfir hámarkshraða. Samkvæmt dagbók lögreglu sagðist viðkomandi einfaldlega hafa verið að flýta sér.

Viðkomandi ökumaður var stöðvaður rétt upp úr klukkan hálf tíu í gærkvöldi, eftir að hraðamæling sýndi að hann ók á 105 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði var aðeins 60 kílómetrar. Viðkomandi var einnig kærður fyrir önnur umferðarlagabrot, til að mynda að gefa ekki stefnuljós.

„Ökumaðurinn kvaðst vera að flýta sér,“ segir í lok dagbókarfærslunnar um afskipti lögreglu af ökumanninum.

Nokkuð um akstur undir áhrifum

Lögregla setti upp umferðarpóst á Bústaðavegi í nótt þar sem athugað var með ástand ökumanna og ökutækja.

Samkvæmt dagbók lögreglu voru átta ökumenn sem stöðvaðir voru við póstinn kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Auk þeirra átta hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af níu öðrum ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.