Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2021 18:31 Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. Í Danmörku hafa fjórir til níu dáið af völdum Covid-19 á dag síðustu sjö dögum. Hins vegar hefur enginn látist vegna faraldursins í öllum nóvembermánuði á Íslandi - staðreynd sem forsvarsmenn Landspítalans benda á að gleymist oft í samanburði manna á ástandinu á Íslandi og í Danmörku. Á sama tíma hefur bylgjan í Danmörku verið á mikilli uppleið, mun meiri en hefur verið hér heima síðan í byrjun þessa mánaðar. Línuritið sýnir vöxt faraldursins í Danmörku og á Íslandi. Smittölurnar eru hér reiknaðar í samhengi við það ef löndin hefðu milljón íbúa hvort; bleika línan Ísland og sú fjólubláa Danmörk.Our World in Data Þar eru auðvitað engar samkomutakmarkanir í gildi fyrir utan kröfu um bólusetningarvottorð til að komast inn á hina ýmsu staði. Hér heima eru þó mun strangari reglur í gildi en nýlega hefur nokkuð borið á gagnrýni á spítalann og hans getu til að sinna verkefnum sínum í faraldrinum. Gleymdist að reikna með öldrun þjóðar En Landspítalinn vill þar kenna stefnu sem hefur verið rekin síðustu tvo áratugi um ástandið: „Þessi þróun sem hefur átt sér stað hérna varðandi legurými á aðalsjúkrahúsi landsins, hún hefur bara komið okkur í koll,“ sagði Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er þessi fækkun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum, sérstaklega síðustu tveimur áratugum. Og það er bara erfitt að bregðast við því í einu vetfangi þegar stór faraldur skellur á.“ En er þetta réttmæt gagnrýni hjá Runólfi? Fórum við of geyst í að fækka hér legurýmum? „Sko, það kann að vera og það er svo sem ekki mitt að meta það. Og það snýst líka bara um ákvarðanir á Landspítala,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón Þessi þróun á sér þó eðlilegar skýringar. Ein þeirra er sú að aðgerðum sem krefjast innlagnar hefur fækkað til muna. En að sögn Runólfs virðist hreinlega hafa gleymst að reikna með öldrun þjóðarinnar, því aldraðir leggist nú í allt of miklum mæli inn á spítalann. Langt í land Ef útgjöld Norðurlandanna til heilbrigðisþjónustu eru borin saman kemur í ljós að Ísland hefur verið eftirbátur allra hinna síðasta áratuginn ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Tölur frá heilbrigðisráðuneytinu. Hér vantar árið 2020 frá Danmörku og Finnlandi en ljóst að þar fer hlutfallið upp líka því landsframleiðslan snarminnkaði hjá öllum í faraldrinum. Tölurnar fyrir 2020 eru því brogaðar.heilbrigðisráðuneytið Ísland er þó komið á par við hin löndin þegar kemur að framlögum til heilsugæslu og sjúkrahúsa. Við erum þó langt á eftir í öldrunarþjónustunni, sem gæti skýrt slæma getu spítalans í faraldrinum en þar liggja nú tæplega 100 inni sem bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Á sama tíma eru ekki nema 25 inni á spítalanum með Covid. „Þannig að við greinilega megum bæta verulega í áður en við förum að sjá í hælana á þessum þjóðum,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í Danmörku hafa fjórir til níu dáið af völdum Covid-19 á dag síðustu sjö dögum. Hins vegar hefur enginn látist vegna faraldursins í öllum nóvembermánuði á Íslandi - staðreynd sem forsvarsmenn Landspítalans benda á að gleymist oft í samanburði manna á ástandinu á Íslandi og í Danmörku. Á sama tíma hefur bylgjan í Danmörku verið á mikilli uppleið, mun meiri en hefur verið hér heima síðan í byrjun þessa mánaðar. Línuritið sýnir vöxt faraldursins í Danmörku og á Íslandi. Smittölurnar eru hér reiknaðar í samhengi við það ef löndin hefðu milljón íbúa hvort; bleika línan Ísland og sú fjólubláa Danmörk.Our World in Data Þar eru auðvitað engar samkomutakmarkanir í gildi fyrir utan kröfu um bólusetningarvottorð til að komast inn á hina ýmsu staði. Hér heima eru þó mun strangari reglur í gildi en nýlega hefur nokkuð borið á gagnrýni á spítalann og hans getu til að sinna verkefnum sínum í faraldrinum. Gleymdist að reikna með öldrun þjóðar En Landspítalinn vill þar kenna stefnu sem hefur verið rekin síðustu tvo áratugi um ástandið: „Þessi þróun sem hefur átt sér stað hérna varðandi legurými á aðalsjúkrahúsi landsins, hún hefur bara komið okkur í koll,“ sagði Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítala, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er þessi fækkun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum, sérstaklega síðustu tveimur áratugum. Og það er bara erfitt að bregðast við því í einu vetfangi þegar stór faraldur skellur á.“ En er þetta réttmæt gagnrýni hjá Runólfi? Fórum við of geyst í að fækka hér legurýmum? „Sko, það kann að vera og það er svo sem ekki mitt að meta það. Og það snýst líka bara um ákvarðanir á Landspítala,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. vísir/sigurjón Þessi þróun á sér þó eðlilegar skýringar. Ein þeirra er sú að aðgerðum sem krefjast innlagnar hefur fækkað til muna. En að sögn Runólfs virðist hreinlega hafa gleymst að reikna með öldrun þjóðarinnar, því aldraðir leggist nú í allt of miklum mæli inn á spítalann. Langt í land Ef útgjöld Norðurlandanna til heilbrigðisþjónustu eru borin saman kemur í ljós að Ísland hefur verið eftirbátur allra hinna síðasta áratuginn ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Tölur frá heilbrigðisráðuneytinu. Hér vantar árið 2020 frá Danmörku og Finnlandi en ljóst að þar fer hlutfallið upp líka því landsframleiðslan snarminnkaði hjá öllum í faraldrinum. Tölurnar fyrir 2020 eru því brogaðar.heilbrigðisráðuneytið Ísland er þó komið á par við hin löndin þegar kemur að framlögum til heilsugæslu og sjúkrahúsa. Við erum þó langt á eftir í öldrunarþjónustunni, sem gæti skýrt slæma getu spítalans í faraldrinum en þar liggja nú tæplega 100 inni sem bíða eftir að komast inn á hjúkrunarheimili. Á sama tíma eru ekki nema 25 inni á spítalanum með Covid. „Þannig að við greinilega megum bæta verulega í áður en við förum að sjá í hælana á þessum þjóðum,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira