Auka þjónustu við aldraða til að draga úr álagi á spítalann Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. nóvember 2021 18:12 Sjúkratryggingar Íslands Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjúkratryggingar sömdu í dag við Reykjavíkurborg um aukna þjónustu við aldraða í heimahúsum en forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að með breytingunum sé meðal annars verið að draga úr álagi á bráðamóttökunni. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samið við Reykjavíkurborg um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU. Um er að ræða sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur en það samanstendur af læknum og hjúkrunarfræðingum. Samhliða því hefur verið samið um styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni til að geta sinnt aukinni eftirfylgd eftir vitjanir og ráðgjöf SELMU teymisins. Þá verður velferðartækni nýtt í auknum mæli til að styðja við búsetu fólks í heimahúsi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir hugsunina sú að færa hluta af þjónustu sem annars hefði verið veitt á sjúkrahúsum heim til einstaklinga. Það muni meðal annars draga úr álagi sem er nú á Landspítala, sérstaklega á bráðamóttökunni. „Við erum í rauninni að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita á bráðamóttökuna til þess að fá þjónustuna og í staðinn komi þjónustan meira heim til hins aldraða. Þannig þetta bæði styður við búsetu aldraðra á eigin heimili og léttir líka undir á bráðamótttökunni,“ segir María. Með breytingunum verður þjónusta SELMU teymisins aukin til muna þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar teymisins verða á vakt til 20 alla virka daga en hafa hingað til aðeins verið til 17. Þá verður teymið starfrækt um helgar og veitir þjónustu í samvinnu við heimahjúkrun Reykjavíkur frá klukkan 10 til 16. Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samið við Reykjavíkurborg um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU. Um er að ræða sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur en það samanstendur af læknum og hjúkrunarfræðingum. Samhliða því hefur verið samið um styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni til að geta sinnt aukinni eftirfylgd eftir vitjanir og ráðgjöf SELMU teymisins. Þá verður velferðartækni nýtt í auknum mæli til að styðja við búsetu fólks í heimahúsi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir hugsunina sú að færa hluta af þjónustu sem annars hefði verið veitt á sjúkrahúsum heim til einstaklinga. Það muni meðal annars draga úr álagi sem er nú á Landspítala, sérstaklega á bráðamóttökunni. „Við erum í rauninni að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita á bráðamóttökuna til þess að fá þjónustuna og í staðinn komi þjónustan meira heim til hins aldraða. Þannig þetta bæði styður við búsetu aldraðra á eigin heimili og léttir líka undir á bráðamótttökunni,“ segir María. Með breytingunum verður þjónusta SELMU teymisins aukin til muna þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar teymisins verða á vakt til 20 alla virka daga en hafa hingað til aðeins verið til 17. Þá verður teymið starfrækt um helgar og veitir þjónustu í samvinnu við heimahjúkrun Reykjavíkur frá klukkan 10 til 16.
Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00
Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31
Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42