Auka þjónustu við aldraða til að draga úr álagi á spítalann Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. nóvember 2021 18:12 Sjúkratryggingar Íslands Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjúkratryggingar sömdu í dag við Reykjavíkurborg um aukna þjónustu við aldraða í heimahúsum en forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að með breytingunum sé meðal annars verið að draga úr álagi á bráðamóttökunni. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samið við Reykjavíkurborg um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU. Um er að ræða sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur en það samanstendur af læknum og hjúkrunarfræðingum. Samhliða því hefur verið samið um styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni til að geta sinnt aukinni eftirfylgd eftir vitjanir og ráðgjöf SELMU teymisins. Þá verður velferðartækni nýtt í auknum mæli til að styðja við búsetu fólks í heimahúsi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir hugsunina sú að færa hluta af þjónustu sem annars hefði verið veitt á sjúkrahúsum heim til einstaklinga. Það muni meðal annars draga úr álagi sem er nú á Landspítala, sérstaklega á bráðamóttökunni. „Við erum í rauninni að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita á bráðamóttökuna til þess að fá þjónustuna og í staðinn komi þjónustan meira heim til hins aldraða. Þannig þetta bæði styður við búsetu aldraðra á eigin heimili og léttir líka undir á bráðamótttökunni,“ segir María. Með breytingunum verður þjónusta SELMU teymisins aukin til muna þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar teymisins verða á vakt til 20 alla virka daga en hafa hingað til aðeins verið til 17. Þá verður teymið starfrækt um helgar og veitir þjónustu í samvinnu við heimahjúkrun Reykjavíkur frá klukkan 10 til 16. Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa nú samið við Reykjavíkurborg um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU. Um er að ræða sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur en það samanstendur af læknum og hjúkrunarfræðingum. Samhliða því hefur verið samið um styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni til að geta sinnt aukinni eftirfylgd eftir vitjanir og ráðgjöf SELMU teymisins. Þá verður velferðartækni nýtt í auknum mæli til að styðja við búsetu fólks í heimahúsi. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir hugsunina sú að færa hluta af þjónustu sem annars hefði verið veitt á sjúkrahúsum heim til einstaklinga. Það muni meðal annars draga úr álagi sem er nú á Landspítala, sérstaklega á bráðamóttökunni. „Við erum í rauninni að koma í veg fyrir að fólk þurfi að leita á bráðamóttökuna til þess að fá þjónustuna og í staðinn komi þjónustan meira heim til hins aldraða. Þannig þetta bæði styður við búsetu aldraðra á eigin heimili og léttir líka undir á bráðamótttökunni,“ segir María. Með breytingunum verður þjónusta SELMU teymisins aukin til muna þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar teymisins verða á vakt til 20 alla virka daga en hafa hingað til aðeins verið til 17. Þá verður teymið starfrækt um helgar og veitir þjónustu í samvinnu við heimahjúkrun Reykjavíkur frá klukkan 10 til 16.
Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00 Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31 Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Geta ekki sótt alla þá tvö hundruð hjúkrunarfræðinga sem þarf til útlanda Landspítalinn þarf um tvö hundruð nýja hjúkrunarfræðinga til að geta sinnt starfi sínu eðlilega sögn forstjóra spítalans. Vonast er til að hægt verði að sækja starfsfólk til Norðurlandanna til að létta undir álaginu. 19. nóvember 2021 12:00
Óttast að bráðamóttakan verði óstarfhæf Óttast er að bráðadeild Landspítalans verði óstarfhæf þegar uppsagnir hjúkrunarfræðinga taka gildi. Ástandið þar hefur aldrei verið eins slæmt að mati deildarstjóra, ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. 18. nóvember 2021 18:31
Neita að hafa hafnað plássum líkt og þingmenn halda fram Heilbrigðisráðuneytið segir fullkomlega úr lausu lofti gripið að Hrafnista hafi viljað og geti tekið við á annað hundrað öldruðum. Sömuleiðis að staðið hafi á ráðuneytinu að semja við Heilsuvernd um á þriðja hundrað hjúkrunarrýma. Hvoru tveggja sé rangt. 17. nóvember 2021 16:42