Real Madrid lyfti sér á toppinn með stæl

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Madridingar á toppnum.
Madridingar á toppnum. vísir/Getty

Real Madrid átti ekki í teljandi vandræðum með Granada þegar liðin áttust við í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Marco Asensio og Nacho Fernandez komu Real Madrid í 0-2 áður en Luis Suarez lagaði stöðuna fyrir heimamenn eftir rúmlega hálftíma leik. Staðan í leikhléi 1-2 fyrir Madridinga.

Síðari hálfleikur var rétt tíu mínútna gamall þegar Vinicius Junior kom Real Madrid í 1-3 eftir undirbúning Luka Modric. Skömmu síðar fékk Monchu, miðjumaður Granada, að líta rauða spjaldið og staðan vænleg fyrir gestina. Heimamenn afar ósáttir með dómgæsluna og var Robert Moreno, stjóri Granada, rekinn upp í stúku.

Einum fleiri tókst Real Madrid að auka við forystuna og var þar að verki franski bakvörðurinn Ferland Mendy.

Lokatölur 1-4 fyrir Real Madrid sem hefur tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira