Hefur kært hótanir í garð Hugaraflsfólks til lögreglu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. nóvember 2021 13:09 Sævar Þór Jónsson lögmaður, segir að niðurstaða yfirferðar á málefnum Hugarafls bendi til að ekkert sé til í ásökunum fyrrum skjólstæðinga. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Lögmaður Hugarafls segir félagsmálaráðuneytið ekki ætla að rannsaka ásakanir fyrrum skjólstæðinga um eitraða menningu frekar. Fyrrum skjólstæðingur segist ekki hafa fengið þau svör þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til ráðuneytisins. Hann fullyrðir að þau muni fara með málið lengra. Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu fyrr á árinu greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að bata sínum. Hópurinn sagði framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og að hún lýsti sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra sagði síðastliðinn september að erindi um Hugarafl hafi borist ráðuneytinu. Forsvarsmenn Hugarafls hafa frá upphafi hafnað ásökununum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður sem Hugarafl leitaði til eftir að greint var frá málinu, hafði í kjölfarið samband við þá aðila sem hafa með málaflokkinn að gera, þar á meðal ráðuneytið. Í bréfi sem lögmaðurinn sendi á ýmsa aðila á dögunum kemur fram að ráðuneytið teldi „ekkert tilefni til að rannsaka málefni Hugarafls frekar eða gera óháða úttekt á starfsemi samtakanna,“ og að þeim hafi borist skrifleg staðfesting þess efnis. „Eftir yfirferð í málinu þá hefur það komið í ljós að það eru ekki neinir eftirmálar, hvað varðar alla vega þessar ásakanir, og það er ekkert mál til dæmis í gangi hjá ráðuneytinu, sem snýr að Hugarafli,“ segir Sævar. „Þeir sem taka starf sitt alvarlega og vilja gera vel leita til aðila til að yfirfara starfsemi sína, hvort það sé eitthvað til í þessum ásökunum, og eftir þessa yfirferð þá teljum við að svo sé ekki.“ Hann bendir þó á að í kjölfar umfjöllunar um ásakanirnar hafi starfsfólki Hugarafls borist hótanir og sé það nú orðið lögreglumál. „Hins vegar höfum við þurft að leggja fram kæru hjá lögreglu vegna alvarlegra hótana í garð starfsfólks og stjórnarmanna Hugarafls og við erum að fylgja því eftir,“ segir Sævar. „Auðvitað taka menn því alvarlega þegar er verið að bera upp svona ásakanir, menn vilja bara vinna úr því og það er það sem er verið að gera.“ Ekki verið látin vita Stefán Þór Stefánsson er í hópi fyrri skjólstæðinga Hugarafls sem sendu greinargerðina á félagsmálaráðuneytið fyrr á árinu og var til viðtals í Ísland í dag síðastliðinn september. Hann furðar sig á fullyrðingum lögmannsins. „Okkur hefur ekki verið ansað enn þá, eða við höfum ekki verið látin vita neitt,“ segir Stefán. „En ráðuneytið er greinilega löngu búið að afgreiða málið.“ Stefán bendir á að bréf lögmannsins þar sem greint er frá niðurstöðu ráðuneytisins sé dagsett 11. nóvember en hann hafði síðast samband við ráðuneytið í fyrradag sem sagði þá að málið væri enn til rannsóknar. Þá segir hann það mikil vonbrigði að ráðuneytið muni ekki skoða málið frekar en hann segir fleiri hafa stigið fram með sambærilegar ásakanir. „Eftir að ég kom fram í Ísland í dag þá var alveg haugur af fólki sem sendi á ráðuneytið með svona alvarlegar ásaknir líka eftir slæma meðferð og reynslu af Hugarafli,“ Stefán staðfestir að hann hafi verið kærður fyrir hótanir í garð forsvarsmanna Hugarafls. Hann þvertekur þó fyrir þær ásakanir og segir að um lygar sé að ræða. Þá fullyrðir hann að fyrrum skjólstæðingar muni fara með málið lengra. „Við erum bara búin að segja sannleikann og við erum bara búin að vera heiðarleg og á meðan það er þá hefur þetta fólk ekkert á okkur,“ segir Stefán. „Við ætlum að ná réttlætinu framgengt.“ Fréttastofa hefur sent nokkrar fyrirspurnir á ráðuneytið, bæði í gær og í dag, vegna málsins en ekki fengust svör við þeim fyrirspurnum við vinnslu fréttarinnar. Hægt er að horfa á innslag Íslands í dag um málið frá því í september hér fyrir neðan. Félagasamtök Stjórnun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórn Geðhjálpar: Mikilvægt að starfsemi Hugarafls „sé hafin yfir allan vafa“ Stjórn Geðhjálpar segir að ásakanir gagnvart stjórnenda Hugarafls bendi til þess að „innan þeirra sé ekki unnið eftir þeim gildum sem samtökin vilja byggja á“. 23. september 2021 18:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu fyrr á árinu greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna. Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að bata sínum. Hópurinn sagði framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og að hún lýsti sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra sagði síðastliðinn september að erindi um Hugarafl hafi borist ráðuneytinu. Forsvarsmenn Hugarafls hafa frá upphafi hafnað ásökununum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður sem Hugarafl leitaði til eftir að greint var frá málinu, hafði í kjölfarið samband við þá aðila sem hafa með málaflokkinn að gera, þar á meðal ráðuneytið. Í bréfi sem lögmaðurinn sendi á ýmsa aðila á dögunum kemur fram að ráðuneytið teldi „ekkert tilefni til að rannsaka málefni Hugarafls frekar eða gera óháða úttekt á starfsemi samtakanna,“ og að þeim hafi borist skrifleg staðfesting þess efnis. „Eftir yfirferð í málinu þá hefur það komið í ljós að það eru ekki neinir eftirmálar, hvað varðar alla vega þessar ásakanir, og það er ekkert mál til dæmis í gangi hjá ráðuneytinu, sem snýr að Hugarafli,“ segir Sævar. „Þeir sem taka starf sitt alvarlega og vilja gera vel leita til aðila til að yfirfara starfsemi sína, hvort það sé eitthvað til í þessum ásökunum, og eftir þessa yfirferð þá teljum við að svo sé ekki.“ Hann bendir þó á að í kjölfar umfjöllunar um ásakanirnar hafi starfsfólki Hugarafls borist hótanir og sé það nú orðið lögreglumál. „Hins vegar höfum við þurft að leggja fram kæru hjá lögreglu vegna alvarlegra hótana í garð starfsfólks og stjórnarmanna Hugarafls og við erum að fylgja því eftir,“ segir Sævar. „Auðvitað taka menn því alvarlega þegar er verið að bera upp svona ásakanir, menn vilja bara vinna úr því og það er það sem er verið að gera.“ Ekki verið látin vita Stefán Þór Stefánsson er í hópi fyrri skjólstæðinga Hugarafls sem sendu greinargerðina á félagsmálaráðuneytið fyrr á árinu og var til viðtals í Ísland í dag síðastliðinn september. Hann furðar sig á fullyrðingum lögmannsins. „Okkur hefur ekki verið ansað enn þá, eða við höfum ekki verið látin vita neitt,“ segir Stefán. „En ráðuneytið er greinilega löngu búið að afgreiða málið.“ Stefán bendir á að bréf lögmannsins þar sem greint er frá niðurstöðu ráðuneytisins sé dagsett 11. nóvember en hann hafði síðast samband við ráðuneytið í fyrradag sem sagði þá að málið væri enn til rannsóknar. Þá segir hann það mikil vonbrigði að ráðuneytið muni ekki skoða málið frekar en hann segir fleiri hafa stigið fram með sambærilegar ásakanir. „Eftir að ég kom fram í Ísland í dag þá var alveg haugur af fólki sem sendi á ráðuneytið með svona alvarlegar ásaknir líka eftir slæma meðferð og reynslu af Hugarafli,“ Stefán staðfestir að hann hafi verið kærður fyrir hótanir í garð forsvarsmanna Hugarafls. Hann þvertekur þó fyrir þær ásakanir og segir að um lygar sé að ræða. Þá fullyrðir hann að fyrrum skjólstæðingar muni fara með málið lengra. „Við erum bara búin að segja sannleikann og við erum bara búin að vera heiðarleg og á meðan það er þá hefur þetta fólk ekkert á okkur,“ segir Stefán. „Við ætlum að ná réttlætinu framgengt.“ Fréttastofa hefur sent nokkrar fyrirspurnir á ráðuneytið, bæði í gær og í dag, vegna málsins en ekki fengust svör við þeim fyrirspurnum við vinnslu fréttarinnar. Hægt er að horfa á innslag Íslands í dag um málið frá því í september hér fyrir neðan.
Félagasamtök Stjórnun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórn Geðhjálpar: Mikilvægt að starfsemi Hugarafls „sé hafin yfir allan vafa“ Stjórn Geðhjálpar segir að ásakanir gagnvart stjórnenda Hugarafls bendi til þess að „innan þeirra sé ekki unnið eftir þeim gildum sem samtökin vilja byggja á“. 23. september 2021 18:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Stjórn Geðhjálpar: Mikilvægt að starfsemi Hugarafls „sé hafin yfir allan vafa“ Stjórn Geðhjálpar segir að ásakanir gagnvart stjórnenda Hugarafls bendi til þess að „innan þeirra sé ekki unnið eftir þeim gildum sem samtökin vilja byggja á“. 23. september 2021 18:56