Fótbolti

Lögreglumaður skaut sautján ára argentínskan fótboltastrák til bana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lucas Gonzalez lést í gær, aðeins sautján ára.
Lucas Gonzalez lést í gær, aðeins sautján ára.

Ungur argentínskur fótboltamaður var skotinn til bana af lögreglu. Hann hét Lucas Gonzalez og var aðeins sautján ára.

Gonzalez var skotinn í Barracas, úthverfi Búenos Aíres, á miðvikudaginn. Hann var í bíl með þremur liðsfélögum sínum í Barracas Central.

Lögreglumaður elti Gonzalez og félaga hans eftir að þeir stoppuðu í búð. Að hans sögn hegðuðu strákarnir sér grunsamlega. Lögreglumaðurinn skaut að strákunum og eitt skotanna hæfði Gonzalez í höfuðið. Hann lést af sárum sínum í gær. 

Yfirvöld í Barracas eru með málið til rannsóknar og þrír lögreglumenn hafa verið sendir í leyfi.

Fjölmargir hafa vottað fjölskyldu Gonzalez samúð sína, þar á meðal forseti Argentínu, Alberto Fernandez.

„Við nýtum alla okkar krafta til leita sannleikans og réttlætis. Það er ekki í boði að lögreglumenn sem eiga að vernda borgarana drepi þá,“ sagði Fernandez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×