Kim Kardashian hjálpaði afgönskum fótboltastelpum að flýja ógnarstjórn Talíbana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Kim Kardashian West borgaði flug fyrir afganskt fótboltalið og fjölskyldur þeirra til Bretlands. getty/Gotham/Gotham Kim Kardashian West átti stóran þátt í því hjálpa ungum fótboltakonum frá Afganistan að flýja ógnarstjórn Talíbana. Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu. Fótbolti Afganistan Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu.
Fótbolti Afganistan Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira