Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2021 08:15 Þannig vill til að gera á Skyway Park, þar sem áður var landfylling þar sem menn losuðu sig við mengaðan úrgang, að minningagarði um þá sem hafa látist úr Covid-19. Getty Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu. Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira