Enski boltinn

Þurfa að endurtaka endurtekna leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Exeter City þurfa að spila gegn Bradford í fyrstu umferð FA bikarsins í þriðja sinn.
Leikmenn Exeter City þurfa að spila gegn Bradford í fyrstu umferð FA bikarsins í þriðja sinn. Plumb Images/Leicester City FC via Getty Images

Exeter City og Bradford þurfa að mætast í þriðja sinn í fyrstu umferð FA bikarsins eftir að Exeter gerði sex skiptingar í sigri liðsins í framlengingu síðastliðið þriðjudagskvöld.

Laugardaginn  6. nóvember skildu liðin jöfn, 1-1, á heimavelli Bradford og því þurftu liðin að mætast öðru sinni til að fá niðurstöðu í einvígið.

Liðin mættust svo aftur síðastliðið þriðjudagskvöld, nú á heimavelli Exeter, og eftir venjulegan leiktíma var enn markalaust. Heimamenn í Exeter komust´i 2-0 í fyrri hálfleik framlengingar og gestirnir fengu að líta eitt stykki rautt spjald.

Liðsmenn Exeter nýttu sér liðsmuninn og unnu að lokum 3-0.

Í framlengingunni gerði Exeter þó breytingu á liði sínu, en það var sjötta skipting liðsins í leiknum. Einungis er leyfilegt að gera fimm breytingar í hverjum leik í FA bikarnum, að framlengingu meðtalinni.

Liðin þurfa því að mætast í þriðja sinn og freista þess þá að klára loksins þetta einvígi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.