Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2021 21:00 Travis McMichael í dómsal í dag. AP/Sean Rayford Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. McMichael, faðir hans Travis og William Bryan hafa verið ákærðir vegna dauða Arbery og standa yfir réttarhöld gegn þeim í Georgíu. Þeir grunuðu Arbery um að hafa komið af innbroti í hverfinu og eltu hann uppi á bílum. Þeir munu hafa elt hann í um fimm mínútur og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Myndband sem Bryan tók sýndi að Arbery reyndi að hlaupa aftur fyrir bíl McMichael eftir að hann stöðvaði bílinn á miðjum veginum stóð fyrir framan hann og miðaði byssunni að Arbery. McMichael sagði í dómsal í dag að þegar hann skaut Arbery hefði hann talið hinn 25 ára þeldökka mann vera ógn því hann hafi hlaupið beint í átt að honum. Hann taldi Arbery vera innbrotsþjóf og sagði mögulegt að hann hefði verið vopnaður. Engar vísbendingar hafa litið dagsins ljós sem gefa á nokkurn hátt til kynna að Arbery hafi gert eitthvað af sér. Íbúar varir um fjölgun glæpa Verjendur þremenninganna hafa bent á að íbúar hverfisins í Brunswick í Georgíu hafi orðnir varir við aukna glæpi í hverfinu í aðdraganda dauða Arbery. Því hafi þeir grunað Arbery um innbrot. Samkvæmt frétt New York Times sagðist McMichael hafa miðað haglabyssunni að Arbery til að reyna að draga úr spennu og sagðist hafa lært það í Strandgæslu Bandaríkjanna. „Ef þú miðar vopni á einhvern, miðað við það sem ég hef lært í minni þjálfun, þá segir það fólki að halda sig á mottunni,“ sagði McMichael. „Það eina sem hann hafði gert var að hlaupa frá þér og þú dregur upp haglabyssu og miðar á hann,“ sagði Linda Dunikoski, saksóknari, samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar. Þegar Arbery breytti um stefnu fór McMichael hinu megin við bílinn þar sem þeir mættust. Ekki sést á myndbandinu hvað gerist fyrr en McMichael hleypir af fyrsta skotinu. McMichael sagði að þegar þeir hefðu mætt hvorum öðrum hefði Arbery slegið sig og því hefði hann þurft að verja líf sitt. Hér má sjá McMichael lýsa því hvernigi hann segir Arbery hafa ráðist á sig eftir að hann miðaði haglabyssunni á hann. Forsaga málsins er sú að Arbery var að hlaupa í gegnum hverfi þeirra feðga og hafði komið við á stað þar sem verið var að byggja hús. McMichael sagðist hafa kallað á Arbery þegar hann kom af framkvæmdastaðnum og rætt við hann. Þá sagði hann Arbery að lögreglan væri á leiðinni og samkvæmt McMichael tók Arbery þá til fótanna. Feðgarnir tóku þá byssur sínar og keyrðu á eftir honum. Bryan fylgdi þeim eftir. Séra Jesse Jackson situr hér við hlið Wöndu Cooper-Jones, móður Ahmaud Arbery, í dómsal í dag.AP/Sean Rayford „Hræðilegasta atvik sem ég hafði lent í“ Aðspurður hvort hann hefði oft stöðvað ókunnugt fólk í hverfinu til að spyrja hvað þau væru að gera þar sagðist McMichael aldrei hafa gert það áður. „Þú veist að enginn þarf að stoppa og tala við þig ef þeir vilja það ekki, er það ekki?“ sagði Dunikoski. Hún spurði einnig af hverju McMicael hefði ekki sagt lögreglunni að hann hefði logið því að Arbery að lögreglan væri á leiðinni. McMichael sagðist hafa verið undir miklu álagi þegar hann ræddi við lögregluþjóna og hann hefði verið stressaður. „Af hverju varstu stressaður?“ spurði Dunikoski. „Ég hefði banað manni. Ég var útataður blóði. Þetta var hræðilegasta atvik sem ég hafði lent í,“ sagði McMichael. Hanteknir tíu vikum síðar Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Greg McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. George E. Barnhill, saksóknari, samþykkti það að þrímenningarnir vopnuðu hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Dauði Arbery vakti mikla athygli eftir að myndbandið var birt í byrjun maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Black Lives Matter Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
McMichael, faðir hans Travis og William Bryan hafa verið ákærðir vegna dauða Arbery og standa yfir réttarhöld gegn þeim í Georgíu. Þeir grunuðu Arbery um að hafa komið af innbroti í hverfinu og eltu hann uppi á bílum. Þeir munu hafa elt hann í um fimm mínútur og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Myndband sem Bryan tók sýndi að Arbery reyndi að hlaupa aftur fyrir bíl McMichael eftir að hann stöðvaði bílinn á miðjum veginum stóð fyrir framan hann og miðaði byssunni að Arbery. McMichael sagði í dómsal í dag að þegar hann skaut Arbery hefði hann talið hinn 25 ára þeldökka mann vera ógn því hann hafi hlaupið beint í átt að honum. Hann taldi Arbery vera innbrotsþjóf og sagði mögulegt að hann hefði verið vopnaður. Engar vísbendingar hafa litið dagsins ljós sem gefa á nokkurn hátt til kynna að Arbery hafi gert eitthvað af sér. Íbúar varir um fjölgun glæpa Verjendur þremenninganna hafa bent á að íbúar hverfisins í Brunswick í Georgíu hafi orðnir varir við aukna glæpi í hverfinu í aðdraganda dauða Arbery. Því hafi þeir grunað Arbery um innbrot. Samkvæmt frétt New York Times sagðist McMichael hafa miðað haglabyssunni að Arbery til að reyna að draga úr spennu og sagðist hafa lært það í Strandgæslu Bandaríkjanna. „Ef þú miðar vopni á einhvern, miðað við það sem ég hef lært í minni þjálfun, þá segir það fólki að halda sig á mottunni,“ sagði McMichael. „Það eina sem hann hafði gert var að hlaupa frá þér og þú dregur upp haglabyssu og miðar á hann,“ sagði Linda Dunikoski, saksóknari, samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar. Þegar Arbery breytti um stefnu fór McMichael hinu megin við bílinn þar sem þeir mættust. Ekki sést á myndbandinu hvað gerist fyrr en McMichael hleypir af fyrsta skotinu. McMichael sagði að þegar þeir hefðu mætt hvorum öðrum hefði Arbery slegið sig og því hefði hann þurft að verja líf sitt. Hér má sjá McMichael lýsa því hvernigi hann segir Arbery hafa ráðist á sig eftir að hann miðaði haglabyssunni á hann. Forsaga málsins er sú að Arbery var að hlaupa í gegnum hverfi þeirra feðga og hafði komið við á stað þar sem verið var að byggja hús. McMichael sagðist hafa kallað á Arbery þegar hann kom af framkvæmdastaðnum og rætt við hann. Þá sagði hann Arbery að lögreglan væri á leiðinni og samkvæmt McMichael tók Arbery þá til fótanna. Feðgarnir tóku þá byssur sínar og keyrðu á eftir honum. Bryan fylgdi þeim eftir. Séra Jesse Jackson situr hér við hlið Wöndu Cooper-Jones, móður Ahmaud Arbery, í dómsal í dag.AP/Sean Rayford „Hræðilegasta atvik sem ég hafði lent í“ Aðspurður hvort hann hefði oft stöðvað ókunnugt fólk í hverfinu til að spyrja hvað þau væru að gera þar sagðist McMichael aldrei hafa gert það áður. „Þú veist að enginn þarf að stoppa og tala við þig ef þeir vilja það ekki, er það ekki?“ sagði Dunikoski. Hún spurði einnig af hverju McMicael hefði ekki sagt lögreglunni að hann hefði logið því að Arbery að lögreglan væri á leiðinni. McMichael sagðist hafa verið undir miklu álagi þegar hann ræddi við lögregluþjóna og hann hefði verið stressaður. „Af hverju varstu stressaður?“ spurði Dunikoski. „Ég hefði banað manni. Ég var útataður blóði. Þetta var hræðilegasta atvik sem ég hafði lent í,“ sagði McMichael. Hanteknir tíu vikum síðar Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Greg McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Því hefðu þeir ákveðið að elta hann og sögðust þeir hafa verið að verja sig þegar Arbery var skotinn til bana. George E. Barnhill, saksóknari, samþykkti það að þrímenningarnir vopnuðu hefðu verið að verja sig gegn hinum óvopnaða Arbery þegar þeir sátu fyrir honum og banaskotin væru réttmæt. Því sagði hann ekki tilefni til að handtaka feðgana og Bryan eða ákæra þá. Þeir hefðu hagað sér innan laga varðandi borgaralegar handtökur og sjálfsvörn. Barnhill lýsti sig þó vanhæfan vegna tengsla við Gregory eftir að myndbandið var birt og augu Bandaríkjamanna og heimsins beindust að dauða Arbery. Eftir að myndbandið var birt á netinu skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Bureau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsóknina á dauða Arbery og voru feðgarnir handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Dauði Arbery vakti mikla athygli eftir að myndbandið var birt í byrjun maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Black Lives Matter Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52