„Það hringir enginn með feita bitann“ Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2021 12:54 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Hann snýr nú aftur í bókaútgáfuna. Guðmundur Andri segir margs að sakna af vettvangi þingsins, og reyndar margs ekki, andrúmsloftið getur reynst býsna eitrað þar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson fráfarandi þingmaður er byrjaður aftur á Forlaginu, sínum gamla vinnustað. „Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati. Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
„Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati.
Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira