Ósáttur við hvernig Vigdís persónugerði gagnrýnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. nóvember 2021 10:09 Baldur Borgþórsson og Vigdís Hauksdóttir störfuðu saman í borgarstjórn. Vísir Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni. Baldur greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr flokknum. Í færslu á Facebook sagðist hann ítrekað hafa orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem hann gæti með engu móti sætt mig við. Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir. Í bítinu á Bylgjunni í morgun var Baldur mættur og þar fór hann nánar út í ástæður þess að hann sagði sig úr flokknum. Ástæðan er Vigdís Hauksdóttir. Lýsti hann því hvernig eftir borgarstjórnarkosningarnar 2018 hafi hann og Vigdís skipt með sér verkum. Sagðist Baldur, verandi nýgræðingur í borgarstjórn á þessum tíma haft tvö leiðarvísa til að starfa eftir. Stefnuskrá flokksing og gildi framboðsins. „Í okkar tilfelli var gildið í anda Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins innsk. blaðamanns], að við myndum haga störfum okkar þannig og starfsháttum að við værum í hvívetna málefnaleg og myndum sýna góða framkomu og góðan þokka og vera okkur sjálfum og ekki síður framboðinu til sóma,“ sagði Baldur. Vigdís hefur látið til sín taka á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Fljótlega hafi Baldur hins vegar farið að fyllast efasemdum. „Það var sem var algjört „no-no“, það var að persónugera hlutina og vaða í persónur andstæðinga sem er algjör óþarfi,“ sagði Baldur. „Því miður fer það nú þannig að það fara að renna á mig tvær grímur mjög fljótlega. Mér finnst samstarfskona mín þarna inni, ekki fylgja þessum gildum.“ Raunar hafi honum farið að finnast staðan mjög óþægileg. „Þá er það bara þannig að þegar komið er að ákveðnum tímapunkti þar sem mér finnst þetta orðið mjög óþægilegt. Að þessi gildi séu virt að vettugi. Þá tek ég þá ákvörðun, það er strax 2018, að eina sem ég geti gert í stöðunni það er að ég geti farið eftir þessum gildum og stefnuskrá framboðsins í hvívetna og það hef ég gert,“ sagði Baldur. Ánægður með samstarfið við starfsmenn borgarinnar Það hefur gustað um Vigdísi á kjörtímabilinu og hún staðið í stappi við ýmsa embættismenn borgarinnar. Mikið hefur verið fjallað um deilur Vigdísar og Helgu Björg Ragnarsdóttur, sem starfaði sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra. Þá hefur Vigdís verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði hún auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar. Frá borgarstjórnarfundi.Vísir/Vilhelm Sagði Baldur hins vegar að samstarf hans og samskipti við embættismenn hafi verið með besta móti, hann teldi starfsfólkið gott og embættismennina góða. Vinnan sem varaborgafulltrúi væri skemmtileg. Hann væri hins vegar ósáttur við hvernig Vigdís hefði persónugert gagnrýni sína. „Já, ef þið hafið fylgst með fréttum síðastliðin þrjú ár þá fer það ekkert á milli mála að það er búið að vera allt of mikið um það,“ sagði Baldur. Sagðist hann hafa rætt málin við Vigdísi en ekki fengið góðar viðtökur. „Nei, það var ekki vel tekið þegar ég var að benda á þessa hluti.“ Síðasta spurningin í þættinum var hvort að hann hafi hætt í Miðflokknum vegna Vigdísar. „Já, það liggur nokkuð í augum uppi.“ Baldur hyggst klára kjörtímabilið sem varaborgarfulltrúi en miðað við viðtalið í Bítinu hyggst hann ekki stofna nýjan flokk eða ganga til liðs við annað framboð í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Baldur greindi frá því í gær að hann hefði sagt sig úr flokknum. Í færslu á Facebook sagðist hann ítrekað hafa orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem hann gæti með engu móti sætt mig við. Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir. Í bítinu á Bylgjunni í morgun var Baldur mættur og þar fór hann nánar út í ástæður þess að hann sagði sig úr flokknum. Ástæðan er Vigdís Hauksdóttir. Lýsti hann því hvernig eftir borgarstjórnarkosningarnar 2018 hafi hann og Vigdís skipt með sér verkum. Sagðist Baldur, verandi nýgræðingur í borgarstjórn á þessum tíma haft tvö leiðarvísa til að starfa eftir. Stefnuskrá flokksing og gildi framboðsins. „Í okkar tilfelli var gildið í anda Sigmundar Davíðs [Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins innsk. blaðamanns], að við myndum haga störfum okkar þannig og starfsháttum að við værum í hvívetna málefnaleg og myndum sýna góða framkomu og góðan þokka og vera okkur sjálfum og ekki síður framboðinu til sóma,“ sagði Baldur. Vigdís hefur látið til sín taka á kjörtímabilinu.Vísir/Vilhelm Fljótlega hafi Baldur hins vegar farið að fyllast efasemdum. „Það var sem var algjört „no-no“, það var að persónugera hlutina og vaða í persónur andstæðinga sem er algjör óþarfi,“ sagði Baldur. „Því miður fer það nú þannig að það fara að renna á mig tvær grímur mjög fljótlega. Mér finnst samstarfskona mín þarna inni, ekki fylgja þessum gildum.“ Raunar hafi honum farið að finnast staðan mjög óþægileg. „Þá er það bara þannig að þegar komið er að ákveðnum tímapunkti þar sem mér finnst þetta orðið mjög óþægilegt. Að þessi gildi séu virt að vettugi. Þá tek ég þá ákvörðun, það er strax 2018, að eina sem ég geti gert í stöðunni það er að ég geti farið eftir þessum gildum og stefnuskrá framboðsins í hvívetna og það hef ég gert,“ sagði Baldur. Ánægður með samstarfið við starfsmenn borgarinnar Það hefur gustað um Vigdísi á kjörtímabilinu og hún staðið í stappi við ýmsa embættismenn borgarinnar. Mikið hefur verið fjallað um deilur Vigdísar og Helgu Björg Ragnarsdóttur, sem starfaði sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra. Þá hefur Vigdís verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði hún auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar. Frá borgarstjórnarfundi.Vísir/Vilhelm Sagði Baldur hins vegar að samstarf hans og samskipti við embættismenn hafi verið með besta móti, hann teldi starfsfólkið gott og embættismennina góða. Vinnan sem varaborgafulltrúi væri skemmtileg. Hann væri hins vegar ósáttur við hvernig Vigdís hefði persónugert gagnrýni sína. „Já, ef þið hafið fylgst með fréttum síðastliðin þrjú ár þá fer það ekkert á milli mála að það er búið að vera allt of mikið um það,“ sagði Baldur. Sagðist hann hafa rætt málin við Vigdísi en ekki fengið góðar viðtökur. „Nei, það var ekki vel tekið þegar ég var að benda á þessa hluti.“ Síðasta spurningin í þættinum var hvort að hann hafi hætt í Miðflokknum vegna Vigdísar. „Já, það liggur nokkuð í augum uppi.“ Baldur hyggst klára kjörtímabilið sem varaborgarfulltrúi en miðað við viðtalið í Bítinu hyggst hann ekki stofna nýjan flokk eða ganga til liðs við annað framboð í borgarstjórnarkosningunum næsta vor.
Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook. 17. nóvember 2021 16:01