Innlent

Baldur fengið nóg af Vigdísi og segir sig úr flokknum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baldur Borgþórsson ætlar að rækja skyldur sínar út kjörtímabilið.
Baldur Borgþórsson ætlar að rækja skyldur sínar út kjörtímabilið.

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins á kjörtímabilinu sem lýkur í maí, hefur sagt sig úr flokknum. Baldur greinir frá þessu í færslu á Facebook.

„Ég lýsi því jafnframt yfir að ég mun standa við kjör mitt með framboði M-lista og sitja áfram sem fyrsti varamaður framboðsins í borgarstjórn Reykjavíkur til loka yfirstandandi kjörtímabils,“ segir Baldur.

Sveitarstjórnarmenn séu sjálfstæðir í störfum sínum og hann ætli að rækja skyldur sínar gagnvart kjósendum sínum af sömu heilindum og einlægni og hann hafi gert frá upphafi.

„Ekki er þörf á að tíunda ástæður ákvörðunar minnar að öðru leyti en því að ég hef í störfum mínum í borgarstjórn ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem ég get með engu móti sætt mig við.“

Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir.

Baldur upplýsti í september að hafa endurtekið verið áreittur af karlmanni sem grunaður var um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrr á árinu. Vigdís Hauksdóttir hefur verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar.


Tengdar fréttir

Brugðið eftir alvarlegar hótanir

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins sætti alvarlegum hótunum af hálfu sama manns og er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra fyrr á árinu á þriðjudag. Sérsveit ríkislögreglustjóra vaktaði Ráðhús Reykjavíkur meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir vegna hótananna. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.