„Ég lýsi því jafnframt yfir að ég mun standa við kjör mitt með framboði M-lista og sitja áfram sem fyrsti varamaður framboðsins í borgarstjórn Reykjavíkur til loka yfirstandandi kjörtímabils,“ segir Baldur.
Sveitarstjórnarmenn séu sjálfstæðir í störfum sínum og hann ætli að rækja skyldur sínar gagnvart kjósendum sínum af sömu heilindum og einlægni og hann hafi gert frá upphafi.
„Ekki er þörf á að tíunda ástæður ákvörðunar minnar að öðru leyti en því að ég hef í störfum mínum í borgarstjórn ítrekað orðið vitni að starfsháttum og framkomu undir merkjum Miðflokksins sem ég get með engu móti sætt mig við.“
Hinn fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn, og eini borgarfulltrúi flokksins, er Vigdís Hauksdóttir.
Baldur upplýsti í september að hafa endurtekið verið áreittur af karlmanni sem grunaður var um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrr á árinu. Vigdís Hauksdóttir hefur verið afar gagnrýninn á störf borgarstjóra og ljáði auglýsingu Bolla Kristinssonar meðal annars rödd sína þar sem framkvæmdir á Óðinstorgi voru gagnrýndar.