Evrópusambandið sendir flóttamönnum við landamæri Hvíta-Rússlands nauðsynjavörur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 20:16 Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ábyrgan fyrir flóttamannavandanum að landamærum Hvíta-Rússlands að Evrópusambandsríkjum. AP/Aris Oikonomou Evrópusambandið ætlar að senda matvörur, fatnað og aðrar nauðsynjavörur til farenda, sem eru fastir á landamærum Hvíta-Rússlands. Sambandið boðaði þessar aðgerðir eftir að hafa verið harðlega gagnrýnt fyrir að gera of lítið fyrir fólkið sem hefur verið fast þarna í nístingskulda. Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið. Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Evrópusambandið mun verja minnst 700 þúsund Evrum, eða um 104 milljónum króna, í verkefnið. Angela Merkel Þýskalandskanslari ræddi í dag við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, í síma í annað skiptið á þremur dögum. Umræðuefni fundarins að sjálfsögðu að reyna að leysa úr stöðunni á landamærunum en Evrópusambandið hefur sakað Lúkasjenka um að senda fólk þangað í hernaðartilgangi (e. hybrid-warfare). Reuters greinir frá. Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands hefur verið gríðarlega slæm í nokkra mánuði og fóru farendur og flóttamenn að safnast þar saman í byrjun ágústmánaðar. Staðan er hvað verst á landamærunum að Póllandi, þar sem landamæraverðir beittu háþrýstidælum gegn farendum sem köstuðu í þá steinum í gær. Að sögn pólskra og hvítrússneskra landamæravarða eru um tvö þúsund farendur og flóttamenn við landamærin núna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti mannúðaraðgerðirnar í dag en sagði í tilkynningunni að það væri á ábyrgð Lúkasjenka að leysa úr flækjunni á landamærunum, flækju sem hann bjó viljandi til. Evrópusambandið vill meina að stjórnvöld í Mínsk hafi flutt flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu í hrönnum til Hvíta-Rússlands í þeim tilgangi að leggja álag á sambandið til að aflétta viðskiptaþvingunum sem það setti á Hvíta-Rússlands fyrr á þessu ári. Hvítrússnesk stjórnvöld hafa tekið fyrir að hafa stuðlað að landamærakrísunni viljandi en segjast ekki getað stöðvað krísuna fyrr en Evrópusambandið aflétti viðskiptaþvingunum. Viðskiptaþvinganirnar voru settar á Hvíta-Rússlands vegna ítrekaðra og grófra mannréttindabrota sem farið hafa fram undir stjórn Lúkasjenka frá sigri hans í umdeildum forsetakosningum í fyrra. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í viðtali í ríkisútvarpi Póllands í dag að líklegt sé að ástandið á landamærunum muni vara næstu mánuði. „Við verðum að vera undirbúin fyrir það að þetta ástand á landamærunum að Hvíta-Rússlandi muni ekki taka enda í náinni framtíð,“ sagði hann. Nokkur þúsund manns hafast við í skóginum við landamærin og hefur ástandið bara versnað eftir að fór að kólna. Fólkið er sagt úrvinda vegna ástandsins, enda frost farið að mælast á svæðinu. Fólkinu er meinað að fara yfir landamærin til Póllands og fær ekki að snúa aftur inn í Hvíta-Rússland. Minnst átta hafa látist við pólsku landamærin síðan fólk fór að hópast þar saman í ágúst. Þá hafa nágrannalöndin Litháen og Lettland einnig verið skotspónn Hvíta-Rússlands og hefur tilraunum til ólöglegs flutnings til landsins frá Hvíta-Rússlandi fjölgað gríðarlega undanfarið.
Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira