Enski boltinn

Þrír leikmenn Liverpool nálgast endurkomu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sadio Mané ætti að vera klár í slaginn með Liverpool á næstu dögum.
Sadio Mané ætti að vera klár í slaginn með Liverpool á næstu dögum. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Þrír leikmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool sem hafa verið að glíma við meiðsli að undanförnu tóku þátt á æfingu liðsins í dag.

Sadio Mané æfði með liðinu, en senegalski landsliðsmaðurinn fékk högg á rifbeinin í landsleik á dögunum. Hann virðist þó vera heill heilsu og ætti að vera klár í næstu leiki liðsins.

Þá æfðu þeir James Milner og Jordan Henderson, fyrirliði liðsins, með sjúkraþjálfara, en tóku ekki fullan þátt í æfingu liðsins.

Meiðslalisti Liverpool er langur og því ætti Jürgen Klopp, sem og stuðningsmenn liðsins, að fagna því að sjá að menn eru að skríða saman. Naby Keita, Curt­is Jo­nes, Har­vey Elliott, Joe Gomez og Roberto Fir­mino eru all­ir frá vegna meiðsla, en ásamt þeim bættist Andy Robertson á listann þegar hann meiddist með skoska landsliðinu í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.