Liðin sem eru komin á HM: Serbar sendu Ronaldo í umspil og Svíar köstuðu frá sér B-riðli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2021 22:55 Serbar eru á leið á HM eftir dramatískan sigur gegn Portúgal í lokaumferð A-riðils. Pedro Fiúza/NurPhoto via Getty Images Evrópsku liðin hafa nú lokið riðlakeppninni í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári og því ekki úr vegi að renna yfir þau lönd sem nú þegar hafa tryggt sér keppnisrétt, sem og löndin sem þurfa að fara í gegnum umspil. A-riðill Aleksandr Mitrovic tryggði Serbum sæti á HM með sigurmarki í lokaleik riðilsins í uppbótartíma gegn Cristiano Ronaldo og félögum hans í portúgalska landsliðinu. Leikur liðanna var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins, en 2-1 sigur Serba þýddi það að Portúgal þarf að fara í gegnum umspil. B-riðill Spennan var ekki minni í B-riðli þar sem Spánverjar og Svíar mættust einnig í hreinum úrslitaleik. Þegar tvær umferðir voru eftir af riðlinum voru Svíar á toppnum með tveggja stiga forystu á Spánverja, en óvænt tap Svía gegn Georgíu kom Spánverjum í lykilstöðu fyrir lokaumferðina. Alvaro Morata tryggði Spánverjum 1-0 sigur gegn Svíum í úrslitaleiknum þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og þar með sæti á HM. Svíar þurfa hins vegar að gera sig klára í umspilið. C-riðill Svisslendingar tóku toppsæti C-riðils með 4-0 sigri gegn Búlgaríu í lokaumferð riðilsins. Á meðan gerðu Ítalir markalaust jafntefli gegn Norður-Írum og þurfa því að sætta sig við umspilssæti. D-riðill Ríkjandi heimsmeistarar Frakka unnu D-riðilinn nokkuð örugglega og eru öruggir með sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Úkraínumenn stálu umspilssætinu af Finnum í lokaumferðinni fyrr í kvöld er liðið vann 2-0 sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu. Á sama tíma þurftu Finnar sigur gegn Frökkum, en þurftu að sætta sig við 2-0 tap og missa þar af leiðandi af sæti í umspili um laust sæti á HM. E-riðill Belgar eru á leið á HM eftir nokkuð öruggan sigur í E-riðli, og Walesverjar tryggðu sér annað sæti riðilsins með 1-1 jafntefli gegn einmitt Belgum í kvöld. Tékkar lentu í þriðja sæti, einu stigi á eftir Wales, en fylgja Walesverjum í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðardeildinni. Matej Vydra og félagar hans í tékkneska landsliðinu fara bakdyramegin inn í umspilið.ANP Sport via Getty Images F-riðill Danir voru hársbreidd frá því að fara með fullt hús stiga í gegnum F-riðil, en töpuðu fyrir Skotum í lokaumferðinni. Danir voru þó löngu búnir að tryggja sér sæti á HM fyrir þann leik, og Skotar fara í umspil. Austurríkismenn, sem lentu í fjórða sæti í riðlinum, eru einnig á leið í umspil í gegnum Þjóðardeildina. G-riðill Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í G-riðli, þar sem Holland, Noregur og Tyrkland áttu öll möguleika á að vinna riðilinn, og einnig áttu öll liðin möguleika á að missa af umspilssæti. Hollendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með 2-0 sigri gegn Norðmönnum fyrr í kvöld þar sem bæði mörk leiksins voru skoruð á lokamínútunum. Tyrkir stráðu svo salti í sár Norðmanna með því að vinna 2-1 sigur gegn Svartfellingum og stela þannig umspilssætinu af Norðmönnum. H-riðill Rússar höfðu tveggja stiga forskot á Króata þegar liðin mættust í lokaumferð H-riðils á sunnudaginn. Liðin spiluðu við erfiðar aðstæður í mikilli rigningu, og lengi vel leit út fyrir að vörn Rússa myndi senda þá á HM. Fedor Kudryashov varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og Króatar fögnuðu því 1-0 sigri og sæti á HM. Rússar þurfa að sætta sig við sæti í umspili. I-riðill Englendingar gulltryggðu sæti sitt á HM með því að skora tíu mörk á útvelli gegn San Marínó í lokaumferð H-riðils. Pólverjar áttu fræðilega möguleika á að stela toppsætinu af Englendingum í lokaumferðinni, en þeir þurftu að vinna sinn leik gegn Andorra, og treysta á að San Marínó myndi vinna sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega 30 ára sögu liðsins. Pólverjar gerðu sitt, en eins og flestir voru búnir að giska á þá var San Marínó ansi langt frá því að vinna og Pólverjar eru því á leið í umspil. J-riðill Í J-riðli okkar Íslendinga tryggðu Þjóðverjar sér sæti á HM með 27 stig af 30 mögulegum. Íslenska liðið gat gert Norður-Makedóníu grikk með því að vinna þá í lokaumferðinni og þar með aðstoða Rúmeníu að tryggja sér sæti í umspili, en eins og flestir lesendur vita fór það ekki svo og Norður-Makedónía er því á leið í umspil. Liðin sem komin eru á HM Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
A-riðill Aleksandr Mitrovic tryggði Serbum sæti á HM með sigurmarki í lokaleik riðilsins í uppbótartíma gegn Cristiano Ronaldo og félögum hans í portúgalska landsliðinu. Leikur liðanna var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins, en 2-1 sigur Serba þýddi það að Portúgal þarf að fara í gegnum umspil. B-riðill Spennan var ekki minni í B-riðli þar sem Spánverjar og Svíar mættust einnig í hreinum úrslitaleik. Þegar tvær umferðir voru eftir af riðlinum voru Svíar á toppnum með tveggja stiga forystu á Spánverja, en óvænt tap Svía gegn Georgíu kom Spánverjum í lykilstöðu fyrir lokaumferðina. Alvaro Morata tryggði Spánverjum 1-0 sigur gegn Svíum í úrslitaleiknum þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og þar með sæti á HM. Svíar þurfa hins vegar að gera sig klára í umspilið. C-riðill Svisslendingar tóku toppsæti C-riðils með 4-0 sigri gegn Búlgaríu í lokaumferð riðilsins. Á meðan gerðu Ítalir markalaust jafntefli gegn Norður-Írum og þurfa því að sætta sig við umspilssæti. D-riðill Ríkjandi heimsmeistarar Frakka unnu D-riðilinn nokkuð örugglega og eru öruggir með sæti á Heimsmeistaramótinu í Katar á næsta ári. Úkraínumenn stálu umspilssætinu af Finnum í lokaumferðinni fyrr í kvöld er liðið vann 2-0 sigur gegn Bosníu og Hersegóvínu. Á sama tíma þurftu Finnar sigur gegn Frökkum, en þurftu að sætta sig við 2-0 tap og missa þar af leiðandi af sæti í umspili um laust sæti á HM. E-riðill Belgar eru á leið á HM eftir nokkuð öruggan sigur í E-riðli, og Walesverjar tryggðu sér annað sæti riðilsins með 1-1 jafntefli gegn einmitt Belgum í kvöld. Tékkar lentu í þriðja sæti, einu stigi á eftir Wales, en fylgja Walesverjum í umspilið eftir góðan árangur í Þjóðardeildinni. Matej Vydra og félagar hans í tékkneska landsliðinu fara bakdyramegin inn í umspilið.ANP Sport via Getty Images F-riðill Danir voru hársbreidd frá því að fara með fullt hús stiga í gegnum F-riðil, en töpuðu fyrir Skotum í lokaumferðinni. Danir voru þó löngu búnir að tryggja sér sæti á HM fyrir þann leik, og Skotar fara í umspil. Austurríkismenn, sem lentu í fjórða sæti í riðlinum, eru einnig á leið í umspil í gegnum Þjóðardeildina. G-riðill Mikil spenna var fyrir lokaumferðina í G-riðli, þar sem Holland, Noregur og Tyrkland áttu öll möguleika á að vinna riðilinn, og einnig áttu öll liðin möguleika á að missa af umspilssæti. Hollendingar tryggðu sér sigur í riðlinum með 2-0 sigri gegn Norðmönnum fyrr í kvöld þar sem bæði mörk leiksins voru skoruð á lokamínútunum. Tyrkir stráðu svo salti í sár Norðmanna með því að vinna 2-1 sigur gegn Svartfellingum og stela þannig umspilssætinu af Norðmönnum. H-riðill Rússar höfðu tveggja stiga forskot á Króata þegar liðin mættust í lokaumferð H-riðils á sunnudaginn. Liðin spiluðu við erfiðar aðstæður í mikilli rigningu, og lengi vel leit út fyrir að vörn Rússa myndi senda þá á HM. Fedor Kudryashov varð hins vegar fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og Króatar fögnuðu því 1-0 sigri og sæti á HM. Rússar þurfa að sætta sig við sæti í umspili. I-riðill Englendingar gulltryggðu sæti sitt á HM með því að skora tíu mörk á útvelli gegn San Marínó í lokaumferð H-riðils. Pólverjar áttu fræðilega möguleika á að stela toppsætinu af Englendingum í lokaumferðinni, en þeir þurftu að vinna sinn leik gegn Andorra, og treysta á að San Marínó myndi vinna sinn fyrsta keppnisleik í rúmlega 30 ára sögu liðsins. Pólverjar gerðu sitt, en eins og flestir voru búnir að giska á þá var San Marínó ansi langt frá því að vinna og Pólverjar eru því á leið í umspil. J-riðill Í J-riðli okkar Íslendinga tryggðu Þjóðverjar sér sæti á HM með 27 stig af 30 mögulegum. Íslenska liðið gat gert Norður-Makedóníu grikk með því að vinna þá í lokaumferðinni og þar með aðstoða Rúmeníu að tryggja sér sæti í umspili, en eins og flestir lesendur vita fór það ekki svo og Norður-Makedónía er því á leið í umspil. Liðin sem komin eru á HM Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía
Örugg á HM Serbía Spánn Sviss Frakkland Belgía Danmörk Holland Króatía England Þýskaland Umspil Portúgal Svíþjóð Ítalía Úkraína Wales Tékkland Skotland Austurríki Tyrkland Rússland Pólland Norður-Makedónía
HM 2022 í Katar Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira