Tyrkir stálu umspilssætinu af Norðmönnum | Walesverjar tryggðu sér annað sætið með jafntefli gegn Belgum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2021 22:07 Tyrkir eru á leið í umspil um laust sæti á HM 2022. Samir Jordamovic/Anadolu Agency via Getty Images Í kvöld fóru fram alls sjö leikir á lokadegi riðlakeppninnar í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Tyrkir eru á leið í umspil eftir 2-1 sigur gegn Svartfellingum og Wales tryggði sér annað sæti E-riðils með 1-1 jafntefli gegn efsta liði heimslistans, Belgíu. Það var mikil spenna í G-riðli þar sem Tyrkir heimsóttu Svartfjallaland. Tyrkir gátu með sigri tryggt sér sæti í umspili, en með réttum úrslitum í leik Hollands og Noregs gátu Tyrkir tryggt sér sigur í riðlinum og þar með beint sæti á HM. Þar sem að Hollensingar unnu sinn leik þá nægði Tyrkjum eitt stig í Svartfjallalandi til að tryggja sæti í umspili. Þeir gerðu gott betur en það því að Kerem Akturkoglu og Orkun Kokcu skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn og tryggðu liðinu 2-1 sigur. İnanıyoruz, başaracağız! #BizimÇocuklar 🇹🇷 #WCQ https://t.co/eCgqmbqewX pic.twitter.com/M7xdVs1R2D— Türkiye #BizimÇocuklar 🇹🇷 (@MilliTakimlar) November 16, 2021 Í E-riðli gátu Walesverjar tryggt sér annað sæti riðilsins með því að taka stig af efsta liði heimslistans, Belgum. Kevin De Bruyne kom gestunum frá Belgíu yfir strax á 12. mínútu, en Kieffer Moore jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Belgar höfðu nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum, og Walesverjar áttu öruggt sæti í umspili í gegnum góðan árangur í Þjóðardeildinni, en stigið í kvöld gæti reynst dýrmætt í að tryggja liðinu heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Öll úrslit kvöldsins D-riðill Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína Finnland 0-2 Frakkland E-riðill Tékkland 2-0 Eistland Wales 1-1 Belgía G-riðill Gibraltar 1-3 Lettland Svartfjallaland 1-2 Tyrkland Holland 2-0 Noregur HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. 16. nóvember 2021 21:37 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Það var mikil spenna í G-riðli þar sem Tyrkir heimsóttu Svartfjallaland. Tyrkir gátu með sigri tryggt sér sæti í umspili, en með réttum úrslitum í leik Hollands og Noregs gátu Tyrkir tryggt sér sigur í riðlinum og þar með beint sæti á HM. Þar sem að Hollensingar unnu sinn leik þá nægði Tyrkjum eitt stig í Svartfjallalandi til að tryggja sæti í umspili. Þeir gerðu gott betur en það því að Kerem Akturkoglu og Orkun Kokcu skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn og tryggðu liðinu 2-1 sigur. İnanıyoruz, başaracağız! #BizimÇocuklar 🇹🇷 #WCQ https://t.co/eCgqmbqewX pic.twitter.com/M7xdVs1R2D— Türkiye #BizimÇocuklar 🇹🇷 (@MilliTakimlar) November 16, 2021 Í E-riðli gátu Walesverjar tryggt sér annað sæti riðilsins með því að taka stig af efsta liði heimslistans, Belgum. Kevin De Bruyne kom gestunum frá Belgíu yfir strax á 12. mínútu, en Kieffer Moore jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Belgar höfðu nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum, og Walesverjar áttu öruggt sæti í umspili í gegnum góðan árangur í Þjóðardeildinni, en stigið í kvöld gæti reynst dýrmætt í að tryggja liðinu heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Öll úrslit kvöldsins D-riðill Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína Finnland 0-2 Frakkland E-riðill Tékkland 2-0 Eistland Wales 1-1 Belgía G-riðill Gibraltar 1-3 Lettland Svartfjallaland 1-2 Tyrkland Holland 2-0 Noregur
D-riðill Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína Finnland 0-2 Frakkland E-riðill Tékkland 2-0 Eistland Wales 1-1 Belgía G-riðill Gibraltar 1-3 Lettland Svartfjallaland 1-2 Tyrkland Holland 2-0 Noregur
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. 16. nóvember 2021 21:37 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. 16. nóvember 2021 21:37