Tyrkir stálu umspilssætinu af Norðmönnum | Walesverjar tryggðu sér annað sætið með jafntefli gegn Belgum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2021 22:07 Tyrkir eru á leið í umspil um laust sæti á HM 2022. Samir Jordamovic/Anadolu Agency via Getty Images Í kvöld fóru fram alls sjö leikir á lokadegi riðlakeppninnar í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Tyrkir eru á leið í umspil eftir 2-1 sigur gegn Svartfellingum og Wales tryggði sér annað sæti E-riðils með 1-1 jafntefli gegn efsta liði heimslistans, Belgíu. Það var mikil spenna í G-riðli þar sem Tyrkir heimsóttu Svartfjallaland. Tyrkir gátu með sigri tryggt sér sæti í umspili, en með réttum úrslitum í leik Hollands og Noregs gátu Tyrkir tryggt sér sigur í riðlinum og þar með beint sæti á HM. Þar sem að Hollensingar unnu sinn leik þá nægði Tyrkjum eitt stig í Svartfjallalandi til að tryggja sæti í umspili. Þeir gerðu gott betur en það því að Kerem Akturkoglu og Orkun Kokcu skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn og tryggðu liðinu 2-1 sigur. İnanıyoruz, başaracağız! #BizimÇocuklar 🇹🇷 #WCQ https://t.co/eCgqmbqewX pic.twitter.com/M7xdVs1R2D— Türkiye #BizimÇocuklar 🇹🇷 (@MilliTakimlar) November 16, 2021 Í E-riðli gátu Walesverjar tryggt sér annað sæti riðilsins með því að taka stig af efsta liði heimslistans, Belgum. Kevin De Bruyne kom gestunum frá Belgíu yfir strax á 12. mínútu, en Kieffer Moore jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Belgar höfðu nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum, og Walesverjar áttu öruggt sæti í umspili í gegnum góðan árangur í Þjóðardeildinni, en stigið í kvöld gæti reynst dýrmætt í að tryggja liðinu heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Öll úrslit kvöldsins D-riðill Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína Finnland 0-2 Frakkland E-riðill Tékkland 2-0 Eistland Wales 1-1 Belgía G-riðill Gibraltar 1-3 Lettland Svartfjallaland 1-2 Tyrkland Holland 2-0 Noregur HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. 16. nóvember 2021 21:37 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Það var mikil spenna í G-riðli þar sem Tyrkir heimsóttu Svartfjallaland. Tyrkir gátu með sigri tryggt sér sæti í umspili, en með réttum úrslitum í leik Hollands og Noregs gátu Tyrkir tryggt sér sigur í riðlinum og þar með beint sæti á HM. Þar sem að Hollensingar unnu sinn leik þá nægði Tyrkjum eitt stig í Svartfjallalandi til að tryggja sæti í umspili. Þeir gerðu gott betur en það því að Kerem Akturkoglu og Orkun Kokcu skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn og tryggðu liðinu 2-1 sigur. İnanıyoruz, başaracağız! #BizimÇocuklar 🇹🇷 #WCQ https://t.co/eCgqmbqewX pic.twitter.com/M7xdVs1R2D— Türkiye #BizimÇocuklar 🇹🇷 (@MilliTakimlar) November 16, 2021 Í E-riðli gátu Walesverjar tryggt sér annað sæti riðilsins með því að taka stig af efsta liði heimslistans, Belgum. Kevin De Bruyne kom gestunum frá Belgíu yfir strax á 12. mínútu, en Kieffer Moore jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Belgar höfðu nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum, og Walesverjar áttu öruggt sæti í umspili í gegnum góðan árangur í Þjóðardeildinni, en stigið í kvöld gæti reynst dýrmætt í að tryggja liðinu heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Öll úrslit kvöldsins D-riðill Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína Finnland 0-2 Frakkland E-riðill Tékkland 2-0 Eistland Wales 1-1 Belgía G-riðill Gibraltar 1-3 Lettland Svartfjallaland 1-2 Tyrkland Holland 2-0 Noregur
D-riðill Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína Finnland 0-2 Frakkland E-riðill Tékkland 2-0 Eistland Wales 1-1 Belgía G-riðill Gibraltar 1-3 Lettland Svartfjallaland 1-2 Tyrkland Holland 2-0 Noregur
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. 16. nóvember 2021 21:37 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. 16. nóvember 2021 21:37