Tyrkir stálu umspilssætinu af Norðmönnum | Walesverjar tryggðu sér annað sætið með jafntefli gegn Belgum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. nóvember 2021 22:07 Tyrkir eru á leið í umspil um laust sæti á HM 2022. Samir Jordamovic/Anadolu Agency via Getty Images Í kvöld fóru fram alls sjö leikir á lokadegi riðlakeppninnar í undankeppni HM sem fram fer í Katar á næsta ári. Tyrkir eru á leið í umspil eftir 2-1 sigur gegn Svartfellingum og Wales tryggði sér annað sæti E-riðils með 1-1 jafntefli gegn efsta liði heimslistans, Belgíu. Það var mikil spenna í G-riðli þar sem Tyrkir heimsóttu Svartfjallaland. Tyrkir gátu með sigri tryggt sér sæti í umspili, en með réttum úrslitum í leik Hollands og Noregs gátu Tyrkir tryggt sér sigur í riðlinum og þar með beint sæti á HM. Þar sem að Hollensingar unnu sinn leik þá nægði Tyrkjum eitt stig í Svartfjallalandi til að tryggja sæti í umspili. Þeir gerðu gott betur en það því að Kerem Akturkoglu og Orkun Kokcu skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn og tryggðu liðinu 2-1 sigur. İnanıyoruz, başaracağız! #BizimÇocuklar 🇹🇷 #WCQ https://t.co/eCgqmbqewX pic.twitter.com/M7xdVs1R2D— Türkiye #BizimÇocuklar 🇹🇷 (@MilliTakimlar) November 16, 2021 Í E-riðli gátu Walesverjar tryggt sér annað sæti riðilsins með því að taka stig af efsta liði heimslistans, Belgum. Kevin De Bruyne kom gestunum frá Belgíu yfir strax á 12. mínútu, en Kieffer Moore jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Belgar höfðu nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum, og Walesverjar áttu öruggt sæti í umspili í gegnum góðan árangur í Þjóðardeildinni, en stigið í kvöld gæti reynst dýrmætt í að tryggja liðinu heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Öll úrslit kvöldsins D-riðill Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína Finnland 0-2 Frakkland E-riðill Tékkland 2-0 Eistland Wales 1-1 Belgía G-riðill Gibraltar 1-3 Lettland Svartfjallaland 1-2 Tyrkland Holland 2-0 Noregur HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. 16. nóvember 2021 21:37 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Það var mikil spenna í G-riðli þar sem Tyrkir heimsóttu Svartfjallaland. Tyrkir gátu með sigri tryggt sér sæti í umspili, en með réttum úrslitum í leik Hollands og Noregs gátu Tyrkir tryggt sér sigur í riðlinum og þar með beint sæti á HM. Þar sem að Hollensingar unnu sinn leik þá nægði Tyrkjum eitt stig í Svartfjallalandi til að tryggja sæti í umspili. Þeir gerðu gott betur en það því að Kerem Akturkoglu og Orkun Kokcu skoruðu sitt hvoru megin við hálfleikinn og tryggðu liðinu 2-1 sigur. İnanıyoruz, başaracağız! #BizimÇocuklar 🇹🇷 #WCQ https://t.co/eCgqmbqewX pic.twitter.com/M7xdVs1R2D— Türkiye #BizimÇocuklar 🇹🇷 (@MilliTakimlar) November 16, 2021 Í E-riðli gátu Walesverjar tryggt sér annað sæti riðilsins með því að taka stig af efsta liði heimslistans, Belgum. Kevin De Bruyne kom gestunum frá Belgíu yfir strax á 12. mínútu, en Kieffer Moore jafnaði metin tuttugu mínútum síðar. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Belgar höfðu nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum, og Walesverjar áttu öruggt sæti í umspili í gegnum góðan árangur í Þjóðardeildinni, en stigið í kvöld gæti reynst dýrmætt í að tryggja liðinu heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Öll úrslit kvöldsins D-riðill Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína Finnland 0-2 Frakkland E-riðill Tékkland 2-0 Eistland Wales 1-1 Belgía G-riðill Gibraltar 1-3 Lettland Svartfjallaland 1-2 Tyrkland Holland 2-0 Noregur
D-riðill Bosnía og Hersegóvína 0-2 Úkraína Finnland 0-2 Frakkland E-riðill Tékkland 2-0 Eistland Wales 1-1 Belgía G-riðill Gibraltar 1-3 Lettland Svartfjallaland 1-2 Tyrkland Holland 2-0 Noregur
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. 16. nóvember 2021 21:37 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Hollendingar tryggðu sér sæti á HM en Norðmenn sitja eftir með sárt ennið Hollenska landsliðið getur farið að huga að því að bóka flug til Katar á næsta ári eftir að liðið tryggði sér sæti á HM 2022 með 2-0 gegn Noregi. Norðmenn verða hins vegar að sætta sig við að horfa á mótið í sjónvarpinu. 16. nóvember 2021 21:37